Leiðin til velgengni: Ókeypis fjármálanámskeið
Kynningarfundur og skráning verður fimmtudaginn 20 janúar kl 13:00 í húsnæði Virkjunar að Flugvallarbraut 740, Ásbrú. Sími 426-5388. Námskeiðin sjálf verða síðan 24-26-28 janúar frá kl 14:00 - 16:30
Námskeiðslýsing.
Á námskeiðinu er þátttakendum kennd notkun á vinnutækjum sem nýtast þegar breyta á bágri fjárhagsstöðu í góða. Reiknað er með að nemendur noti þessi tæki meðan á námskeiðinu stendur til að endurskoða eigin fjármál.
Leiðin til velgengi er hugmyndafræði sem kennd er á námskeiðinu. Velgengni er þroskaferill í sjö þrepum. Á hverju þrepi öðlumst við skilning á ákveðnum þáttum sem hafa áhrif á afkomu okkar. Á námskeiðinu er fjallað um hvað við sem manneskjur tileinkum okkur á hverju stigi. Hvaða verkefni við þurfum að vinna til að komast á einu stigi á annað og hvernig það breytir afkomu okkar og líðan.
Einnig er fjallað um hvaða hugsanna- og hegðunarmynstur heldur okkur föstum á viðkomandi stigi og hvaða áhrif það hefur.
Námskeiðið í framkvæmd.
Námskeiðið í Virkjun samanstendur af 3 fyrirlestrum 2 – 2 ½ klst í senn. Kennt verður vikuna 24 – 28 janúar. Mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 14.00 – 16.30.
Eftirfylgd.
Við námskeiðslok þekkir hver og einn sína stöðu og sinn vanda og hvað þarf til að leysa hann. Mörg úrlausnarverkefni bíða. Hver sem verkefnin eru býðst öllum þátttakendum sem lokið hafa námskeiði við gerð þessara verkefna í sérstökum stuðningstímum.
Reynsla af fyrri námskeiðum.
Rannsóknir sýna að þátttakendur á þessum námskeiðum stórbæta fjárhagsstöðu sína. Tilfinningarleg líðan gjörbreytist og lífsgæði fylgja í kjölfarið.
Almennar upplýsingar.
Höfundur námsefnis er Garðar Björgvinsson.
Kennari á þessu námskeiði verður Katrín Ósk Garðarsdóttir
Fjármálaþjónustan ehf. í samstarfi með Virkjun mannauðs á Reykjanesi.