Laus pláss í Stubbaakademíuna
Stubbaakademíunámskeiðið í Íþróttaakademíunni seldist upp á örfáum dögum en nú hafa nokkur pláss losnað á námskeiðið vegna forfalla og biðjum við áhugasama um að hafa samband í síma 578-4056 og tryggja sér pláss.
Stubbaakademían er flestum orðin kunnug en fyrir þá sem ekki vita þá er um að ræða geysivinsælt íþróttanámskeið fyrir börn frá aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Boðið er uppá 8 vikna námskeið og mæting er einu sinni í viku í Íþróttaakademíuna, á laugardagsmorgnum. Leiðbeinendurnir Andrés, Ingunn og Svava Ósk eru lærðir íþróttakennarar eða leikskólakennarar og hafa mikla reynslu af að starfa með börnum.