Láttu drauminn rætast!
Á Suðurnesjum eru að hefjast frumkvöðlanámskeið fyrir framtaks- samar konur og menn á svæðinu. Þá eru aðilar frá fyrirtækjum einnig velkomnir í þeim tilgangi að vinna með frekari þróun eða nýsköpun í þágu starfandi fyrirtækis.
Það er ekki seinna vænna en að draga hugmyndina fram og njóta handleiðslu sérfræðinga við útfærslu viðskiptahugmyndarinnar. Við viljum benda þátttakendum á að skrá sig sem allra fyrst þar sem fjöldi á námskeiðin er takmarkaður.
Á námskeiðunum njóta þátttakendur handleiðslu sérfræðinga í markaðsmálum, stjórnun og fjármálum fyrirtækja. Farið er vandlega yfir hvern og einn þátt viðskiptaáætlunarinnar á námskeiðinu. Þá er þátttakendum ætlað að vinna að hluta til sjálfstætt. Í lok námskeiðsins munu þátttakendur hafa í höndum haldgóða viðskiptaáætlun sem unnin hefur verið undir leiðsögn sérfræðinga er tengjast framtakinu. Á námskeiðinu vinna þátttakendur mikilvæga undirbúningsvinnu sem mun aftur auðvelda áætlaða framkvæmd.
Reiknað er með að námskeiðið hefjist um miðjan mars, framtakið er unnið í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Atvinnuráðgjafa SSS og sérfræðinga úr atvinnulífinu. Aðilar er sjá um handleiðslu á námskeiðinu búa að víðtækri reynslu og þekkja vel til verka.
Þín þátttaka skiptir atvinnulíf á Suðurnesjum máli, fjölbreytt atvinnulíf byggist að miklu leiti á framtaki einstaklinga. Nú býðst þér tækifæri á að láta þá hugmynd þína verða að veruleika. Besta hugmyndin verður verðlaunuð - láttu ekki happ úr hendi sleppa - skráðu þig núna.
Nánari upplýsingar hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421 7500.
Það er ekki seinna vænna en að draga hugmyndina fram og njóta handleiðslu sérfræðinga við útfærslu viðskiptahugmyndarinnar. Við viljum benda þátttakendum á að skrá sig sem allra fyrst þar sem fjöldi á námskeiðin er takmarkaður.
Á námskeiðunum njóta þátttakendur handleiðslu sérfræðinga í markaðsmálum, stjórnun og fjármálum fyrirtækja. Farið er vandlega yfir hvern og einn þátt viðskiptaáætlunarinnar á námskeiðinu. Þá er þátttakendum ætlað að vinna að hluta til sjálfstætt. Í lok námskeiðsins munu þátttakendur hafa í höndum haldgóða viðskiptaáætlun sem unnin hefur verið undir leiðsögn sérfræðinga er tengjast framtakinu. Á námskeiðinu vinna þátttakendur mikilvæga undirbúningsvinnu sem mun aftur auðvelda áætlaða framkvæmd.
Reiknað er með að námskeiðið hefjist um miðjan mars, framtakið er unnið í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Atvinnuráðgjafa SSS og sérfræðinga úr atvinnulífinu. Aðilar er sjá um handleiðslu á námskeiðinu búa að víðtækri reynslu og þekkja vel til verka.
Þín þátttaka skiptir atvinnulíf á Suðurnesjum máli, fjölbreytt atvinnulíf byggist að miklu leiti á framtaki einstaklinga. Nú býðst þér tækifæri á að láta þá hugmynd þína verða að veruleika. Besta hugmyndin verður verðlaunuð - láttu ekki happ úr hendi sleppa - skráðu þig núna.
Nánari upplýsingar hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421 7500.