Langur fundur
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta stendur fundur kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins enn yfir en fundurinn hófst klukkan 8 í kvöld. Fyrir fundinum liggur að taka endanlega afstöðu til þess að Kristján Pálsson fái sæti á listanum, en á fundi með kjörnefnd í gærkvöldi lagði Kristján fram ályktun borgarafundar sem haldinn var honum til stuðnings á miðvikudagskvöld. Á morgun verður svo fundur kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og þar verður tillaga kjörnefndar að framboðslista borinn upp.