Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Landhelgisgæsluna á Suðurnes
Mánudagur 8. apríl 2013 kl. 10:30

Landhelgisgæsluna á Suðurnes

Það var  glíma við yfirvöld þegar við börðumst fyrir því að fá Landhelgisgæsluna á Suðurnes. Þegar ríkisstjórnarfundur VG og Samfylkingar var haldinn í Víkingaheimum áttum við von á góðum fréttum. Þær komu ekki. Sú glíma var ójöfn því ríkisstjórnin vildi ekki flytja Gæsluna til okkar frekar en annað sem gæti komið okkur til góða. Við vorum þó vígreif og ætluðum okkur að fá það fram með skýrslu sem ráðuneytið lét gera. Skýrslan kom og þar var allt sett á haus. Allt gert til að draga úr hægkvæmni þess að flytja Gæsluna hingað. Flutningur Gæslunnar var afgreiddur í sama anda og Samfylkingin og VG afgreiddu Helguvík rétt fyrir þinglok. Þessir flokkar hafa með beinum hætti sett fótinn fyrir stór atvinnutækifæri hér á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Erum við Suðurnesjamenn óvinir þeirra?

Verkefnið snýst um vilja ríkisvaldsins til að taka ákvörðun í málinu og fylgja henni eftir. Það getur hins vegar tekið mörg ár að flytja starfsemi stofnunar eins og Gæslunnar á Suðurnes. Ég tel að það sé líka bara af hinu góða að eitt skref verði tekið í einu. En fyrsta skrefið þarf að stíga. Taka ákvörðun. Við þurfum stjórnvald sem er tilbúið að taka ákvarðanir. Það vita allir hversu glæsileg aðstaða bíður starfsmanna Gæslunnar hér á Suðurnesjum. Í flugskýlum, verkstæðum, í skrifstofum, í allri eftirlits- og vöktunarstarfsemi Gæslunnar og NATO, sprengiefnageymslum og að ógleymdum sjálfum flugvellinum. Þá er hafnaraðstaða í Njarðvíkurhöfn eða Keflavíkurhöfn fullboðleg Gæslunni og skipaflota hennar og með litlum tilkostnaði má lagfæra þá aðstöðu. Öll aðstaða á Suðurnesjum stenst fullkomlega allan samanburð, hefur reyndar algjöra yfirburði hvað alla aðstöðu og húsakost varðar. Af hverju er það eitthvað lögmál að allar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það þarf kraft, vilja og þor til ákvörðunartöku. Það þarf fólk sem vinnur að og klárar málin. Fólk sem vill vinna fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Við fólkið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi erum þannig fólk sem Suðurnesin þurfa á að halda. Það er því aðeins eitt val þegar kemur að því að byggja upp atvinnu á Suðurnesjum. Setjið X við D á kjördag og tryggjum atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.

Ásmundur Friðriksson
skipar 3ja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.