Labbakútar, öldunkar og annað fólk
Ég veit ekki hvort það sé fyndið að maður einn sem ekki var bóndi, en sá um beljur og kindur í frístundum sínum, komst yfir tungumálakver upp á fáeinar blaðsíður, ætlað enskumælandi fólki til að læra íslensku. Nokkru eftir að maðurinn hafði sökkt sér niður í þennan dýrgrip bar svo vel í veiði að boðað var til bændaráðstefnu og myndu erlendir ráðamenn og önnur fyrirmenni mæta á staðinn.
Hér var upplagt tækifæri til að liðka á tungumálakunnáttunni.
Á ráðstefnunni, eftir nokkur kokteilglös, kemst maðurinn loks í talfæri við erlendan gest og eftir að hafa heilsað honum upp á enska tungu og sagt til nafns er stundin runnin upp.
„Do you know something about HÆNSNARÆKT?” er það fyrsta sem honum dettur í hug að spyrja þennan höfðingja um.
Hér ber að athuga að í raun er það ekkert skrýtið þó að hann notist við íslenskt orð í setninguna því enga vísbendingu um orðið ,,hænsnarækt” var finna í kverinu góða. „What???“ segir sá orðuprýddi og lætur þykku augnabrýrnar síga.
„What did you say?“
Hér er okkar maður kominn í vanda, búinn að opna munninn, en deyr ekki ráðalaus, býr til íslenskt slang-yrði og lætur vaða með syngjandi amerískum hreim:
„Do you know something about WÆNS-NÓ-WRÆGT?“
„What???“ segir stórhöfðinginn aftur og þykku augnabrýnar síga alveg niður fyrir augu.
„What did you say?“
„Aaaaaggg“ segir okkar maður og snýr sér út úr málinu,
„I was only talking about KVAK-KVAK.“
Annað málefni, þessu óskylt.
Þegar ég var að fletta Fréttablaðinu í gær, dags 24. júní, sá ég örlitla frétt á bls. 8 undir fyrirsögninni ,,Svona erum við.”
Fréttin lét lítið yfir sér en nokkrum tímum síðar, þegar hugurinn reikaði aftur að þessum lestri, opnaði ég blaðið á ný því mér fannst að ég hlyti að hafa mislesið eitthvað.
Fréttin, einföld upptalning með heimild sína frá Hagstofu Íslands og var eftirfarandi:
Neysla áfengis á Íslandi (seldir lítrar á hvern íbúa á ári).
1983 13,0 lítrar.
1993 31,24 lítrar.
2003 66,50 lítrar.
Í textanum segir að þessir rúmu 66 lítrar séu að meðaltali neysla áfengis á hvern íbúa á ári og því hlýtur að vera inn í þessum útreikningum börn og gamalmenni.
Ef við hugsum okkar annars vegar 52 vikur í einu ári og hins vegar hefðbundna 4 manna fjölskyldu fáum við út að á hverri viku er á slíku heimili neytt áfengis sem samsvari 5,11 lítrum (66,5 * 4 / 52).
Ef horft er svo til þess að vanaleg brennivínsflaska inniheldur minna en einn lítra af áfengi má færa að því líkur að ofangreind fjölskylda drekki allt að því eina flösku af slíkum miði, á hverjum degi, alla daga ársins.
Þessar tölur, ef réttar reynast, eru skuggalega háar.
Nú er búið að henda öllum reykingamönnum út á Guð og gaddinn, meira eða minna með lagasetningum og búið að banna fólki að koma saman við þessa vafaiðju t.d. á skemmtistöðum.
Það væri mitt síðasta að mæla reykjarsvælu og pípusósu bót, þó ég reyki sjálfur. Nei, þar gildir gamla reglan, betra er að hafa aldrei byrjað.
Í dag er ég hins vegar farinn að bíða spenntur eftir jafn afdráttarlausum skilaboðum frá Alþingi, næsta haust, í formi lagasetningar um áfengisbölið, að hægt verði að safnast saman í náinni framtíð t.d. á skemmtistöðum án þess að einhver röfli ofan í hálsmálið á manni með drafandi röddu: “Þú hefur alltaf verið besti, langbesti vinur minn.”
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ
Hér var upplagt tækifæri til að liðka á tungumálakunnáttunni.
Á ráðstefnunni, eftir nokkur kokteilglös, kemst maðurinn loks í talfæri við erlendan gest og eftir að hafa heilsað honum upp á enska tungu og sagt til nafns er stundin runnin upp.
„Do you know something about HÆNSNARÆKT?” er það fyrsta sem honum dettur í hug að spyrja þennan höfðingja um.
Hér ber að athuga að í raun er það ekkert skrýtið þó að hann notist við íslenskt orð í setninguna því enga vísbendingu um orðið ,,hænsnarækt” var finna í kverinu góða. „What???“ segir sá orðuprýddi og lætur þykku augnabrýrnar síga.
„What did you say?“
Hér er okkar maður kominn í vanda, búinn að opna munninn, en deyr ekki ráðalaus, býr til íslenskt slang-yrði og lætur vaða með syngjandi amerískum hreim:
„Do you know something about WÆNS-NÓ-WRÆGT?“
„What???“ segir stórhöfðinginn aftur og þykku augnabrýnar síga alveg niður fyrir augu.
„What did you say?“
„Aaaaaggg“ segir okkar maður og snýr sér út úr málinu,
„I was only talking about KVAK-KVAK.“
Annað málefni, þessu óskylt.
Þegar ég var að fletta Fréttablaðinu í gær, dags 24. júní, sá ég örlitla frétt á bls. 8 undir fyrirsögninni ,,Svona erum við.”
Fréttin lét lítið yfir sér en nokkrum tímum síðar, þegar hugurinn reikaði aftur að þessum lestri, opnaði ég blaðið á ný því mér fannst að ég hlyti að hafa mislesið eitthvað.
Fréttin, einföld upptalning með heimild sína frá Hagstofu Íslands og var eftirfarandi:
Neysla áfengis á Íslandi (seldir lítrar á hvern íbúa á ári).
1983 13,0 lítrar.
1993 31,24 lítrar.
2003 66,50 lítrar.
Í textanum segir að þessir rúmu 66 lítrar séu að meðaltali neysla áfengis á hvern íbúa á ári og því hlýtur að vera inn í þessum útreikningum börn og gamalmenni.
Ef við hugsum okkar annars vegar 52 vikur í einu ári og hins vegar hefðbundna 4 manna fjölskyldu fáum við út að á hverri viku er á slíku heimili neytt áfengis sem samsvari 5,11 lítrum (66,5 * 4 / 52).
Ef horft er svo til þess að vanaleg brennivínsflaska inniheldur minna en einn lítra af áfengi má færa að því líkur að ofangreind fjölskylda drekki allt að því eina flösku af slíkum miði, á hverjum degi, alla daga ársins.
Þessar tölur, ef réttar reynast, eru skuggalega háar.
Nú er búið að henda öllum reykingamönnum út á Guð og gaddinn, meira eða minna með lagasetningum og búið að banna fólki að koma saman við þessa vafaiðju t.d. á skemmtistöðum.
Það væri mitt síðasta að mæla reykjarsvælu og pípusósu bót, þó ég reyki sjálfur. Nei, þar gildir gamla reglan, betra er að hafa aldrei byrjað.
Í dag er ég hins vegar farinn að bíða spenntur eftir jafn afdráttarlausum skilaboðum frá Alþingi, næsta haust, í formi lagasetningar um áfengisbölið, að hægt verði að safnast saman í náinni framtíð t.d. á skemmtistöðum án þess að einhver röfli ofan í hálsmálið á manni með drafandi röddu: “Þú hefur alltaf verið besti, langbesti vinur minn.”
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ