Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kynningarfundur um fjölgun húsnæðisúrræða í Reykjanesbæ
Íþróttaakademían.
Þriðjudagur 8. ágúst 2017 kl. 16:37

Kynningarfundur um fjölgun húsnæðisúrræða í Reykjanesbæ

Kynningarfundur húsnæðissamvinnufélags, non profit leigufélags, verður haldinn 10. ágúst nk. kl. 20 í Íþróttaakademíunni, Sunnubraut 35 í Reykjanesbæ.

Hólmsteinn Brekkan frá Leigjendasamtökunum mun kynna slíkt fyrirkomulag og sýna mögulegar útfærslur á húsnæði. Allir sem hafa áhuga á að auka við leiguíbúðir og komast í hús eru hvattir til að mæta og skoða málið. Mögulegt er að nýjar íbúðir, fullbúnar, gætu verið klárar á 10 mánuðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef þú eða þínir eruð húsnæðislaus eða að verða húsnæðislaus, kíkið á fundinn og takið þátt í að breyta leigumarkaðinum. Hvert ferðalag hefst á einu skrefi.

F.h. Áhugahóps um húsnæðismál í Reykjanesbæ – Reykjanesi,
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir