Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kynlíf og unglingar
Laugardagur 13. nóvember 2010 kl. 12:10

Kynlíf og unglingar

Kynlíf er mikilvægur hluti lífsins. Ástríðufullt kynlíf leiðir til aukinnar vellíðunar, hamingju og ánægju. Í okkar samfélagi virðist kynferðisleg ánægja þó vera forréttindi þeirra ungu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Því miður skapa fjölmiðlar eins og til dæmis sjónvarp, kvikmyndir, tímarit og sérstaklega Internetið oft rangar hugmyndir um kynlíf og eru þær meira að segja á stundum ofbeldismiklar þannig að ungt fólk getur fengið rangar hugmyndir um ást og það sem tengist henni. Það verður að nálgast þessi málefni varlega og rólega þannig að áhuginn hverfi ekki með aldrinum.

Þrátt fyrir kynferðislega byltingu og breytingar í samfélaginu eru enn til miklir fordómar gagnvart kynlífi og ást. Enn í dag er þeim alltof oft hafnað sem óska eftir samkynhneigðu sambandi. Réttur á kynlífi og erótík er enn bundinn við getnað barna í huga margra. Slík hugsun hefur ekki síst þróast undir áhrifum hugmynda og trúar kristinna.
Ungir karlmenn þurfa að gera sér grein fyrir því að hver kona hefur mismunandi langanir og þarfir í sambandi við kynlíf. Ekki er til „meðaltal“ um hversu oft konu ætti „að langa“ til þess að stunda kynlíf en ef konur segja NEI þá meina þær það líka nákvæmlega þannig.
Ungar konur þurfa hins vegar að skilja að ekki sé skylda að sinna þörfum „karlmanna“ í hvert skipti. Mikilvægt er að byggja upp traust í samböndum, hægt og rólega má svo skoða það að „leyfa meira“. Til að byrja með má prófa atlot, kúr og allt það sem manni finnst þægilegt, svo er hægt að taka næsta skref og ætti það að vera ógleymanleg upplifun fyrir báða aðila.
Fyrir stelpur ætti það að taka inn „pilluna“ að vera jafn sjálfsögð dagleg athöfn eins og snyrting ef ofnæmi er ekki til staðar. Smokkur ætti hinsvegar að vera sjálfsagður hlutur fyrir stráka. Að geta börn í ást er mikils virði en ekki að geta þau vegna þess að viðkomandi eru í skapi til þess.

Fleiri og fleiri einstæðar mæður þurfa að bíta í það súra epli því unglingasambönd endast oft aðeins í stuttan tíma. Sjaldgæft er að unglingaást endist alla ævi. Tími er kominn til þess að fullorðnir sætti sig við kynferðisleg réttindi unglinga og aðstoði þá ef þeir eru með spurningar varðandi kynlíf á kynþroskaaldri. Ekki bara stelpur mega sýna tilfinningar sínar heldur einnig strákar, oft er gott að gráta svolítið og leyfa tárunum að flæða. Þá er hægt að slaka aðeins á og takast á við stress og væntingar hversdagslífsins, án reiði og undarlegra hormóna.

Birgitta Jónsdóttir Klasen