Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kvenfélagið Gefn heldur jólatrésskemmtun
Miðvikudagur 15. desember 2010 kl. 14:37

Kvenfélagið Gefn heldur jólatrésskemmtun

Kvenfélagið Gefn heldur sína árlegu jólatrésskemmtun þriðjudaginn
28. desember n.k. frá klukkan 16-18. í Miðgarði Gerðaskóla í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að venju verður boðið upp á fjöruga tónlist, söng og gleði og veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Einnig er von á jólasveinum með glaðning í poka fyrir yngstu börnin. Aðgangur er ókeypis eins og undanfarin ár.

Þessi skemmtun er framlag kvenfélagsins til íbúa í Garði með þökk fyrir veittan stuðning á liðnum árum. Garðbúar nær og fjær og gestir þeirra velkomnir.