Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kveðjum herinn á Ránni á laugardag
Miðvikudagur 19. apríl 2006 kl. 18:27

Kveðjum herinn á Ránni á laugardag

Við Vinstri græn á Suðurnesjum undirbúum mjög sérstaka samkomu sem verður á Ránni í Keflavík kl. 13-17 á laugardaginn 22.apríl í tilefni af því að herinn er að fara. Flutt verða stutt ávörp og mikið af margvíslegri tónlist. Þétt og fjölbreytt dagskrá í 4 tíma.

Sem dæmi má nefna að Rúnar Júlíusson, sá eini og sanni, kemur með kassagítarinn og rifjar upp kynni sín af hernum í máli og tónum og Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, mun fjalla um orðið varnarlið, tilurð þess og merkingu.

Nokkrar hljómsveitir munu spila, flestar skipaðar ungu fólki af Suðurnesjum en með liðstyrk af höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna Tokyo Megaplex, Ælu, Hellvar, Kira Kira, og Reykjavík.
Nokkrir þeirra sem frumfluttu Sóleyjakvæði árið 1965 munu koma fram og flytja brot úr því sögufræga verki Jóhannesar úr Kötlum og Péturs Pálssonar.

Að auki verða nokkur stutt ávörp og reynslusögur.

Salurinn á Ránni er glæsilegur með útsýni út á sjóinn. Þar eru seldar veitingar eins og hver vill og gott að spjalla saman og njóta stundarinnar.

Sjáumst á Ránni á laugardag.

Þorvaldur Örn Árnason
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024