Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 23. mars 2001 kl. 10:09

Kvartanir vegna meindýra

Árskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja (HES) fyrir árið 2000 er komin út. Skýrsluna er að finna á heimsíðu Heilbrigðiseftirlitsins, www.hes.is. Í ársskýrslunni eru tíunduð helstu verkefni HES á árinu. Markmið ársskýrslunnar er að gefa almenningi kost á því að kynna sér helstu viðfangsefni HES.
Fulltrúar HES annast eftirlit með margskonar starfsemi og eru verkefni þeirra afar fjölbreytt. Á árinu 2000 bárust Heilbrigðiseftirlitinu hátt í 600 kvartanir. Algengustu kvartanirnar voru vegna meindýra, hunda, ólyktar og slæmrar umgengni.
HES hefur eftirlit með öllum aðilum sem selja mat hvort sem um er að ræða veitingarstaði, matvöruverslanir eða mötuneyti. Markmið þess eftirlits er að stuðla að heilnæmri meðhöndlun matvæla. Á árinu 2000 var farið í 210 eftirlitsferðir í fyrirtæki sem meðhöndla matvæli. HES hefur einnig eftirlit með vatnsveitum og stendur fyrir reglubundinni sýnatöku á neysluvatni.
HES annast almennt umhverfis- og mengunareftirlit á Suðurnesjum. Embættið hafði afskipti af mannvirkjum í niðurníðslu, umgengni á lóðum fyrirtækja og einstaklinga auk þess að líma aðvörunarmiða á fimmta hundrað númerslausra bíla. Mengunaróhöpp urðu nokkur á árinu og koma starfsmenn HES að aðgerðum á vettvangi.
HES hefur fyrirbyggjandi eftirlit með fyrirtækjum sem hugsanlega geta valdið mengun, þar má nefna bílaverkstæði, fiskverkunarhús, efnalaugar ofl. Rekstur fyrirtækja er háður starfsleyfi sem gefið er út af heilbrigðisnefnd Suðurnesja. Á árinu 2000 var 62 slíkum fyrirtækjum úthlutað starfsleyfi og var farið í 147 eftirlitsferðir.
Af öðrum verkefnum HES má nefna, skráningu hunda, meindýravarnir, umhverfiseftirlit á varnarsvæðum, eftirlit með baðstöðum, gististöðum snyrtistofum og sjúkrastofnunum.

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, á www.hes.is

Bergur Sigurðsson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024