Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 13. maí 1999 kl. 11:03

KRISTJÁN PÁLSSON ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS:

Kristján Pálsson, þingmaður, skipaði 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og náði öruggri kosningu en D-listinn náði 6 inn á Reykjanesi. „Ég er mjög ánægður með úrslit kosninganna. Þetta er mesti sigur Sjálfstæðisflokksins síðan 1974 og annar besti árangur hans í Reykjanskjördæmi frá upphafi. Við vorum með breiðan hóp sterkra einstaklinga af öllum svæðum kjördæmisins sem var samhljóma um áherslurnar og trúverðugur. Þá njótum við yfirburða kröftugs formanns í Davíð.“ Nú var það einkennandi hve Sjálfstæðisflokkurinn var rólegur í fjölmiðlabaráttunni. Hver er skýringin á því? „Við fengum orð í eyra hjá almenningi vegna mikils auglýsingafargans í síðasta prófkjöri. Ákveðið var nú að leggja áherslu á ákveðin málefni, t.d. Reykjanesbrautina, og byggja á árangrinum sem náðst hefur í þjóðfélaginu, hagvextinum, kaupmættinum og fleiru. Áherslan var sett á einföld skilaboð og hófsemi í auglýsingunum, að vera samstíga og trúverðug. Almenningur áttar sig alveg á því að það er ekki hægt að gera allt á sama tíma.“ Hvað um árangur annarra flokka? „Sá flokkur sem rak kosningabaráttuna líkast okkur, Vinstri - grænir, kom mjög vel út en Samfylkingin og Framsókn ráku sig á að reyna að leysa hvers manns vanda í kosningabaráttu en kjósendur vita betur og urðu þessir flokkar fyrir vikið ekki trúverðugir.“ Hvað er framundan í stjórnarmálum? „Það eru í raun margir möguleikar í stöðunni en áframhaldandi samstarf við Framsókn verður skoðað fyrst.“ Ég get ekki sleppt þér án þess að spyrja þig um nýtilkomna kauphækkun alþingismanna? „Alþingismenn voru lægst launaðir embættismanna ríkisins og á alþingi þurfa menn góð laun vegna gríðarlegst kostnaðar sem starfinu fylgir. Þá snýst þetta einnig um ímynd og vigt og samanburður við aðra aðila stjórnunarstöðum má ekki gera þingmenn að kotungum. Ég vona að almenningur skilji að samanburður við annað launafólk ríkisins en embættismenn er ekki sanngjarn þó svo að ég skilji fullvel að allir vilji betri laun. Kristján Pálsson alþingismaður og eiginkona hans, Sólveig Halla, mættu á kjörstað í Njarðvík til að kjósa í alþingiskosningunum sl. laugardag. VF-mynd: pket
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024