Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 21. október 2003 kl. 17:17

Kristján Pálsson sáttur í dag

Kristján Pálsson fyrrverandi alþingismaður hefur gengið á nýjan leik til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en hann sagði sig úr flokknum þann 3. mars á þessu ári, um leið og hann tilkynnti sérframboð til síðustu alþingiskosninga. Kristján bauð fram undir merkjum T-lista, en náði ekki kjöri. Í samtali við Víkurfréttir segir Kristján að skorað hafi verið á hann af formanni og stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings um að hann gengi aftur í Sjálfstæðisflokkinn. „Það er verið að rétta mér sáttahönd og ég slæ ekki hendinni á móti því. Ég sagði mig ekki úr Sjálfstæðisflokknum vegna málefnaágreinings, heldur vegna þróun mála innan þröngs hóps í flokknum.“ Kristján segir að hann hafi alltaf viljað vinna með flokknum. „Ég vildi fara fram undir merkjum DD, en fékk ekki leyfi til þess. Ég er ágætlega sáttur í dag, enda er ég ekki langrækinn maður og í heildina séð er ég sáttur við störf Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024