Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 28. nóvember 2002 kl. 14:06

Kristján Pálsson: Ímynd flokksins býður hnekki eftir svona vinnubrögð

Kristján Pálsson kveðst vera gríðarlega ánægður með þann stuðning sem hann fékk á borgarafundinum í gær, en þar voru á þriðja hundrað stuðningsmenn hans samankomnir. Kristján segir að þær ásakanir sem komu fram á störf kjörnefndar séu mjög alvarlegar: „Ef að það sem fram kom í gærkvöldi er rétt finnst mér það mjög alvarlegt. Og að þetta hafi verið í gangi í fleiri mánuði, þ.e. að formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hafi verið að undirbúa „plott“ með þessum hætti í tvö ár er alveg ótrúlegt. Það sem fram kom á fundinum í gær varðandi störf Guðjóns Hjörleifssonar í kjörnefndinni finnst mér algerlega siðlaust. Þetta lítur þannig út fyrir mér að hann hafi unnið í nefndinni alveg þangað til að hann var búinn að tryggja sig inn á lista, þá segir hann sig úr kjörnefndinni.“ Kristján segist ekkert vilja tjá sig um það hvort forysta Sjálfstæðisflokksins muni taka eitthvað á þessu máli: „Það er hinsvegar augljóst að ímynd flokksins mun býða hnekki eftir svona vinnubrögð. Það er spurning hvað flokksforystan vill gera í þessu máli, ég veit ekkert um það. En mér finnst málið grafalvarlegt,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024