Kristján hvattur til að hverfa frá hugmyndum um sérframboð
Í tilkynningu frá Heimi, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, kemur fram að félagið telji mikilvægt að sjálfstæðismenn sýni samstöðu, einurð og áræði í kosningabaráttunni sem nú er að hefjast. Kristjáni Pálssyni er þakkað gott samstarf í gegnum tíðina en er hann hvattur til að „hverfa frá öllum hugmyndum um sérframboð í Suðurkjördæmi.“Ályktun Heimis, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Heimir félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ telur mikilvægt að sjálfstæðismenn sýni samstöðu, einurð og áræði í kosningabaráttunni sem nú er að hefjast. Eftir gott og farsælt samstarf við Kristján Pálsson í gegnum tíðina þykir Heimi miður að Kristján skuli nú huga að sérframboði og hvetur Kristján eindregið til að hverfa frá öllum hugmyndum um sérframboð í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið við
völd síðan 1991 og hefur á þeim árum gjörbreytt lífsskilyrðum þjóðarinnar til hins betra. Samstaða okkar í komandi kosningabaráttu og á kjördag er lykillinn að jákvæðri þróun þjóðmálanna, Íslendingum öllum
til hagsældar.
VF-ljósmynd: Frá fundi stuðningsmanna Kristjáns Pálssonar sem haldinn var í Stapa sl. haust.
Heimir félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ telur mikilvægt að sjálfstæðismenn sýni samstöðu, einurð og áræði í kosningabaráttunni sem nú er að hefjast. Eftir gott og farsælt samstarf við Kristján Pálsson í gegnum tíðina þykir Heimi miður að Kristján skuli nú huga að sérframboði og hvetur Kristján eindregið til að hverfa frá öllum hugmyndum um sérframboð í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið við
völd síðan 1991 og hefur á þeim árum gjörbreytt lífsskilyrðum þjóðarinnar til hins betra. Samstaða okkar í komandi kosningabaráttu og á kjördag er lykillinn að jákvæðri þróun þjóðmálanna, Íslendingum öllum
til hagsældar.
VF-ljósmynd: Frá fundi stuðningsmanna Kristjáns Pálssonar sem haldinn var í Stapa sl. haust.