Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kraftur í flokksstarfinu
Þriðjudagur 27. september 2005 kl. 14:02

Kraftur í flokksstarfinu

Það er mikill hugur í sjálfstæðismönnum um þessar mundir og margt framundan í flokksstarfinu. Stórir viðburðir eins og Landsfundur Sjálfstæðislokksins sem haldinn verður 13.-16. október og aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem verður í nóvember. Auk þessa hefur undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar staðið yfir frá því snemma á þessu ári og er mikil gróska í undirbúningi kosningastarfsins. Allar þær nefndir sem koma að starfi flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hafa nú hafið starfsemi og munu stuðningsmenn flokksins verða mikið varir við þeirra starf allt fram á kjördag. Þessu til viðbótar gefst öllu sjálfstæðisfólki nú kostur á að skrá sig á XDReykjanes.is í málefnahópa sem taka von bráðar til starfa.

Mikilvægt er að sjálfstæðismenn úr Reykjanesbæ sýni að flokkurinn sé vel í stakk búinn til að axla þá ábyrgð að vera leiðandi afl í hinu nýja Suðurkjördæmi og komi sterkur til leiks á Landsfundinum, á aðalfundi Kjördæmisráðs og öðrum þeim uppákomum flokksins sem framundan eru. Vefurinn okkar gegnir í öllu þessu mikilvægu hlutverki við að halda öllu sjálfstæðisfólki í Reykjanesbæ vel upplýstu og með á nótunum.

Viktor B. Kjartansson,
Formarður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024