Krabbameinsfélagið með dagskrá á þriðjudögum í vetur
- Anna Lóa Ólafsdóttir með fyrirlestur á þriðjudaginn
Krabbameinsfélag Suðurnesja stendur fyrir dagskrá í vetur fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Skrifstofa félagsins er að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (í húsi Rauða krossins) og er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 12 – 16. Síminn er 421 6363 og vefslóð www.krabb.is/sudurnes, en einnig má finna okkur á facebook. Svarað er í símann á öðrum tímum ef erindið er brýnt.
Á skrifstofunni er veitt ráðgjöf og hægt er að nálgast bæklinga og annað fræðsluefni sem tengist krabbameinum. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar hjá félaginu og hægt er að fá viðtalstíma hjá henni eftir þörfum. Á opnunartíma er alltaf heitt kaffi á könnunni.
Minningarkort eru til sölu á skrifstofunni og einnig í Lyfju í Krossmóa, Lyfjum og heilsu á Suðurgötu, í Pósthúsinu í Reykjansebæ og í Pósthúsinu í Garðinum.
Í vetur og fram á vor verður opið hús fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl 19.30 – 21.00. Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra til að hittast og eiga góða stund saman en við munum einnig fá til okkar góða fyrirlesara.
Dagskráin til vors:
Þriðjudaginn 4. febrúar kl 19.30 – 21.00.
Fyrirlesari er Anna Lóa Ólafsdóttir, Náms- og starfsráðgjafi og stofnandi Hamingjuhornsins. Erindi hennar er um hamingjuna og lífið.
Þriðudaginn 4. mars kl 19.30 – 21.00
Kaffi, spjall og huggulegheit. Upplagt að koma með handavinnu.
Þriðjudaginn 11. mars kl 19.30 – 21.
Fyrirlesari er Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir BSC.
Erindi hennar er um nátturúlegar leiðir til heilsusamlegrar uppbyggingar.
Þriðjudaginn 1. apríl kl 19.30 – 22.
Fyrirlesari er Helga Birgisdóttir. Gegga / Helga Birgisdóttir er hress listakona, skapari og brosari! Hún hefur sótt fjölda námskeiða í andlegum (spiritual) fræðum.
Erindi Geggu heitir Smiler getur öllu breytt.
Stofnaður hefur verið gönguhópur.
Gengið er frá Sundmiðstöðinni á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17.00. Markmið hópsins er að auka þrek og þol og geta tekið þátt í hinu árlega kvennahlaupi í júní nk.