Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Konur ráða ríkjum í Garði
Föstudagur 16. júní 2006 kl. 18:29

Konur ráða ríkjum í Garði

Í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs eru konur í meirihluta eða fjórar af sjö bæjarfulltrúum.  Í 20. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétta kvenna og karla, nr. 96/2000 segir:  „Í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar.  Skal ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeigandi nefndir, ráð og stjórnir.“

Bæjarstjórinn í Garði er kona, forseti bæjarstjórnar er kona og formaður bæjarráðs er karl.  Kynjahlutfall aðalmanna í nefndum, ráðum og stjórnum sem bæjarstjórnin skipaði í á fyrsta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins, er þannig að 56% aðalmanna eru konur en 44% þeirra eru karlar.  Þó eilítið halli á hlut karla má segja að kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt.

Hins vegar eru 75% af formönnum starfsnefnda bæjarins konur en aðeins 25% þeirra karlar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024