Komið að okkur
Kjartan Már Kjartansson fjallar hér um kjarabætur kennara og mikilvægi foreldrahlutverksins. Ímynd kennarastarfsins er honum einnig hugleikin.
Kjarabætur kennara og tími tækifæranna
Fyrir nokkrum vikum lauk verkfalli framhaldsskólakennara og til allrar hamingju náðu sveitarfélögin og grunnskólakennarar samningum án þess að til verkfalls kæmi.
Einhverjir hafa haft á orði að kennarar hafi ,,fengið of mikið”. Ég er ekki sammála því og tel að einungis hafi verið um að ræða bráðnauðsynlega leiðréttingu á kjörum þessarar mikilvægu stéttar. Ég geri mér þó jafnframt grein fyrir því að aðrar mikilvægar stéttir búa enn við kjör sem þarf að laga. Það var komið að kennurum að þessu sinni og aðrar stéttir hljóta því að koma síðar.
Kennarar sinna gríðarlega mikilvægu starfi við að undirbúa börnin okkar undir framtíðina sem enginn veit hvernig verður né hvaða hæfileika þarf til þess að lifa af. Ég vil nota þetta tækifæri og óska kennurum til hamingju með nýja kjarasamninga, þakka þeim ómetnaleg störf og hvetja þá til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bæta skólastarfið enn frekar. Um leið vona ég að þau kjör sem kennurum bjóðast nú verði til þess að laða til starfa fleiri kennara með full réttindi svo takist megi að mennta þær kynslóðir sem erfa eiga landið sem allra, allra best.
Er aðbúnaður nóg góður?
Eins og bæjarbúum er kunnugt hafa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ haft það sem forgangsverkefni að einsetja grunnskólana. Nú er því takmarki náð og grunnskólar Reykjanesbæjar á meðal best búnu skóla landsins. Því má segja að nú séu aðstæður að verða hinar ákjósanlegustu og tími tækifæranna að renna upp. Kennarar komnir með ásættanleg laun og aðbúnaður orðinn eins og best verður á kosið. En er þetta nóg?
Foreldrahlutverkið og ímynd kennarastarfsins
Hver kannast ekki við að hafa heyrt talað niðrandi um kennarastéttina? Hver kannast ekki við umræðuna um að kennarar vinni eingöngu hálft árið? Ég þekki þessa umræðu vel, bæði sem fyrrverandi kennari, foreldri og sem sveitarstjórnarmaður. Ég veit hins vegar að kennarar skila sínum vinnutíma og vel það. Neikvæð umræða af þessu tagi getur haft slæm áhrif á börnin okkar, námsárangur og –áhuga þeirra. Er hægt að ætlast til að þau beri virðingu fyrir skólastarfi, vinnunni sinni, og kennurum ef þau heyra þá fullorðnu tala á þeim nótum sem nefnt var hér að framan? Nú er tækifæri fyrir okkur foreldra að koma að málinu með nýja hugsun og opnum huga með það að markmiði að leggja okkar af mörkum til þess að gera skólastarfið betra. Styðjum börnin okkar í heimanáminu, ræðum við þau á jákvæðum nótum um verkefni morgundagsins, verum í góðu sambandi við skólann og leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til þess að styðja kennara í því að bæta ímynd sína og öðlast þá virðingu sem starf þeirra á skilið. Með jákvæðari umræðu og bættri ímynd mun börnum okkar líða enn betur í skólanum og námsárangur batna. Þetta er eitt mikilvægasta samstarfsverkefni íbúanna á næstu misserum því án stuðnings foreldra og heimila mun ekki takast að snúa vörn í sókn. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar, kennarar eru að því og nú, ágætu foreldrar, er komið að okkur.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson
Kjarabætur kennara og tími tækifæranna
Fyrir nokkrum vikum lauk verkfalli framhaldsskólakennara og til allrar hamingju náðu sveitarfélögin og grunnskólakennarar samningum án þess að til verkfalls kæmi.
Einhverjir hafa haft á orði að kennarar hafi ,,fengið of mikið”. Ég er ekki sammála því og tel að einungis hafi verið um að ræða bráðnauðsynlega leiðréttingu á kjörum þessarar mikilvægu stéttar. Ég geri mér þó jafnframt grein fyrir því að aðrar mikilvægar stéttir búa enn við kjör sem þarf að laga. Það var komið að kennurum að þessu sinni og aðrar stéttir hljóta því að koma síðar.
Kennarar sinna gríðarlega mikilvægu starfi við að undirbúa börnin okkar undir framtíðina sem enginn veit hvernig verður né hvaða hæfileika þarf til þess að lifa af. Ég vil nota þetta tækifæri og óska kennurum til hamingju með nýja kjarasamninga, þakka þeim ómetnaleg störf og hvetja þá til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bæta skólastarfið enn frekar. Um leið vona ég að þau kjör sem kennurum bjóðast nú verði til þess að laða til starfa fleiri kennara með full réttindi svo takist megi að mennta þær kynslóðir sem erfa eiga landið sem allra, allra best.
Er aðbúnaður nóg góður?
Eins og bæjarbúum er kunnugt hafa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ haft það sem forgangsverkefni að einsetja grunnskólana. Nú er því takmarki náð og grunnskólar Reykjanesbæjar á meðal best búnu skóla landsins. Því má segja að nú séu aðstæður að verða hinar ákjósanlegustu og tími tækifæranna að renna upp. Kennarar komnir með ásættanleg laun og aðbúnaður orðinn eins og best verður á kosið. En er þetta nóg?
Foreldrahlutverkið og ímynd kennarastarfsins
Hver kannast ekki við að hafa heyrt talað niðrandi um kennarastéttina? Hver kannast ekki við umræðuna um að kennarar vinni eingöngu hálft árið? Ég þekki þessa umræðu vel, bæði sem fyrrverandi kennari, foreldri og sem sveitarstjórnarmaður. Ég veit hins vegar að kennarar skila sínum vinnutíma og vel það. Neikvæð umræða af þessu tagi getur haft slæm áhrif á börnin okkar, námsárangur og –áhuga þeirra. Er hægt að ætlast til að þau beri virðingu fyrir skólastarfi, vinnunni sinni, og kennurum ef þau heyra þá fullorðnu tala á þeim nótum sem nefnt var hér að framan? Nú er tækifæri fyrir okkur foreldra að koma að málinu með nýja hugsun og opnum huga með það að markmiði að leggja okkar af mörkum til þess að gera skólastarfið betra. Styðjum börnin okkar í heimanáminu, ræðum við þau á jákvæðum nótum um verkefni morgundagsins, verum í góðu sambandi við skólann og leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til þess að styðja kennara í því að bæta ímynd sína og öðlast þá virðingu sem starf þeirra á skilið. Með jákvæðari umræðu og bættri ímynd mun börnum okkar líða enn betur í skólanum og námsárangur batna. Þetta er eitt mikilvægasta samstarfsverkefni íbúanna á næstu misserum því án stuðnings foreldra og heimila mun ekki takast að snúa vörn í sókn. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar, kennarar eru að því og nú, ágætu foreldrar, er komið að okkur.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson