Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Klisjupólitík?
Föstudagur 12. maí 2006 kl. 21:12

Klisjupólitík?

Algeng klisja í umræðu sumra frambjóðenda hér í Reykjanesbæ er að sjálfstæðismenn hér hafi ekki hugsað um annað en “kantsteina” síðustu fjögur ár og nú sé kominn tími til að sinna “innri málefnum”.

Ég velti fyrir mér hvort þessir frambjóðendur hafa ekki verið að fylgjast með þessi fjögur ár?
Hafa þeir virkilega misst af umræðu á landsvísu þar sem Reykjanesbær þykir í forystu skólamála t.d. vegna Frístundarskólans o.m.fl.
í forystu á landsvísu með því að greiða fyrir starfsmann til foreldrafélaganna,
með því að stuðla að athvarfi fyrir geðfatlaða,
með því að vera að hefja verk í samfélagsþjónustu við eldri borgara sem aðeins er á teikniborðinu hjá öðrum sveitarfélögum,
með því að hafa virkjað íþróttaáhuga inn í háskólamenntun Íþróttaakademíunnar,
með því að huga vel að íþróttafólkinu okkar,
með því að hafa aukið menningarframlög um 50% frá árinu 2000,
með því að skipuleggja frábæra vatnaveröld fyrir yngstu kynslóðina,
með því að tryggja öllum börnum eftir 2 ára aldur leikskólapláss,
með því að stofna rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd,
með því að sinna aðstoð við flóttafólk,
með því að bjóða foreldrum yngstu barna ókeypis uppeldisnámskeið,
með því að standa að lestrarmenningarverkefni æi Reykjanesbæ,
með því að vera frumkvöðlar í sanngjörnu verði fyrir skólamáltíðir,
með því að hvetja börn til hreyfingar og bjóða frítt í sund,
með því að stuðla að öruggari umferð og auknum þægindum fyrir alla með fríum strætóferðum
með því að vinna að auknu öryggi barna í umferðinni með því að ná aksturshraða niður á viðkvæmum göngusvæðum.

En það er auðvitað rétt að sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa einnig hugað að umhverfismálum, gerð göngustíga, kantsteinum með akbrautum og löngu tímabærri tyrfingu moldarflaga.

Það er ekki síst fyrir áhuga sjálfstæðismanna á innri málum sem ég kýs þá í vor!
Ég afþakka klisjupólitík því hún er innantóm!

Árni Brynjólfur Hjaltason
Hlíðarvegi 36, Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024