Kjördæmisráð VG ályktar um atvinnumál
Kjördæmisráð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi hélt aðalfund á Hvollsvelli nýlega. Fundurinn sendi frá sér 13 ályktanir til fjölmiðla. Ég kynni hér fjórar af þessum álykunum en þær varða allar líf okkar og framtíð hér á Suðurnesjum.
1.
Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi telur afar brýnt að stöðva þá óheillaþróun til aukins misréttis og tekjumunar sem stefna núverandi ríkisstjórnar hefur leitt til. Æðstu ráðamenn ríkis og fyrirtækja misnota aðstöðu sína til að skammta sér tekjur og eftirlaun sem eru algjörlega úr takti við það sem almenningur býr við. Auka þarf möguleika láglaunafólks til að ná fram mannsæmandi launum og hemja þarf græðgi þeirra sem við kjötkatlana sitja. Takmark Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er réttlátt þjóðfélag með jöfn réttindi og jöfn tækifæri fyrir alla.
2.
Aðalfundurinn lýsir ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir að fórna mikilvægum útflutningsgreinum á altari stóriðjustefnunnar og því háa gengi krónunar sem hún veldur. Með því er vegið háskalega að hagsmunum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og fiskiðnaðar, en þessar greinar eru okkur Íslendingum mun mikilvægari en stóriðjan.
3.
Aðalfundur kjördæmisráðs VG telur óráðlegt að reist verði álver við Helguvík, heldur beri að leggja áherslu á þekkingariðnað og flugtengda starfsemi á þessu svæði við dyr alþjóðaflugvallarins. Þannig sköpum við fleiri og eftirsóknarverðari störf fyrir uppvaxandi kynslóðir og komumst hjá mengun og náttúrueyðileggingu.
4.
Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi fagnar því að Bandaríkjaher dregur saman seglin og telur að íslensk stjórnvöld eigi að hefja nú þegar samningaviðræður um endanlega brottför hersins í stað þess að liggja á hnjánum og biðja um áframhaldandi hersetu. Fundurinn átelur ríkisstjórnina fyrir að draga lappirnar í þessu máli og ríghalda í úreltar kaldastríðshugmyndir sem þjóna ekki öryggishagsmunum Íslendinga. Stefna ber að því að Íslendingar öðlist aftur yfirráð yfir því landsvæði sem afhent var Bandaríkjaher fyrir hálfri öld og tryggja fullan afnotarétt Íslendinga af flugvellinum svo flugtengd starfsemi geti eflst og blómstrað þar um ókomin ár. Þannig verður hægt að tryggja svigrúm fyrir annars konar starfsemi sem kemur í staðinn og þjónar hagsmunum íbúa á Suðurnesjum og allra Íslendinga.
Fundurinn ályktaði einnig um umhverfisvernd, sjávarútvegsmál, kjör öryrkja og aldraðra og fæðingarorlof o.fl.
Þorvaldur Örn Árnason,
formaður VG á Suðurnesjum og í stjórn kjördæmisráðs.
1.
Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi telur afar brýnt að stöðva þá óheillaþróun til aukins misréttis og tekjumunar sem stefna núverandi ríkisstjórnar hefur leitt til. Æðstu ráðamenn ríkis og fyrirtækja misnota aðstöðu sína til að skammta sér tekjur og eftirlaun sem eru algjörlega úr takti við það sem almenningur býr við. Auka þarf möguleika láglaunafólks til að ná fram mannsæmandi launum og hemja þarf græðgi þeirra sem við kjötkatlana sitja. Takmark Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er réttlátt þjóðfélag með jöfn réttindi og jöfn tækifæri fyrir alla.
2.
Aðalfundurinn lýsir ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir að fórna mikilvægum útflutningsgreinum á altari stóriðjustefnunnar og því háa gengi krónunar sem hún veldur. Með því er vegið háskalega að hagsmunum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og fiskiðnaðar, en þessar greinar eru okkur Íslendingum mun mikilvægari en stóriðjan.
3.
Aðalfundur kjördæmisráðs VG telur óráðlegt að reist verði álver við Helguvík, heldur beri að leggja áherslu á þekkingariðnað og flugtengda starfsemi á þessu svæði við dyr alþjóðaflugvallarins. Þannig sköpum við fleiri og eftirsóknarverðari störf fyrir uppvaxandi kynslóðir og komumst hjá mengun og náttúrueyðileggingu.
4.
Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi fagnar því að Bandaríkjaher dregur saman seglin og telur að íslensk stjórnvöld eigi að hefja nú þegar samningaviðræður um endanlega brottför hersins í stað þess að liggja á hnjánum og biðja um áframhaldandi hersetu. Fundurinn átelur ríkisstjórnina fyrir að draga lappirnar í þessu máli og ríghalda í úreltar kaldastríðshugmyndir sem þjóna ekki öryggishagsmunum Íslendinga. Stefna ber að því að Íslendingar öðlist aftur yfirráð yfir því landsvæði sem afhent var Bandaríkjaher fyrir hálfri öld og tryggja fullan afnotarétt Íslendinga af flugvellinum svo flugtengd starfsemi geti eflst og blómstrað þar um ókomin ár. Þannig verður hægt að tryggja svigrúm fyrir annars konar starfsemi sem kemur í staðinn og þjónar hagsmunum íbúa á Suðurnesjum og allra Íslendinga.
Fundurinn ályktaði einnig um umhverfisvernd, sjávarútvegsmál, kjör öryrkja og aldraðra og fæðingarorlof o.fl.
Þorvaldur Örn Árnason,
formaður VG á Suðurnesjum og í stjórn kjördæmisráðs.