Kjördæmaþing Samfylkingarinnar í Eldborg á laugardag
Samfylkingin í Suðurkjördæmi boðar til kjördæmaþings í Eldborg í Svartsengi laugardaginn 28. nóvember. Sveitarstjórnarmál og komandi sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010 verða aðalefni þingsins. Allt samfylkingarfólk er velkomið á þingið.
Dagskrá
13:00 Staðan í kjördæminu - Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Sveitarstjórnarkosningar 2010 - Gunnar Svavarsson, formaður Sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar
14.30 Kaffihlé
15:00 Vinnuhópar:
Vinna og velferð
Fjármál sveitarfélaga
Skipulag og framkvæmd kosningabaráttu
16:30 Fundarlok
Eysteinn Eyjólfsson
formaður stjórnar kjördæmisráðs