Kjóll gleymdist í bíl
Nýr kjóll í plastpoka gleymdist í bíl hjá konu sem ók stúlku frá sundmiðstöðinni í Keflavík að Íþróttaakademíunni síðdegis á fimmtudag. Stúlkan fékk hjálp hjá konunni eftir að hún hafði meiðst á fæti við sundlaugina og konan bauðst til að aka stúlkunni á íþróttaæfingu í Íþróttaakademíuna. Stúlkan gleymdi hins vegar poka í bíl konunnar með nýjum kjól sem hún hafði verið að kaupa. Stúlkan veit ekki hvað konan heitir en biður hana að hringja í síma 844 6772 (Guðrún).