Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Keflvíkingar grilla í kvöld
Sunnudagur 12. ágúst 2012 kl. 13:12

Keflvíkingar grilla í kvöld

Fyrir leik Keflavíkur og ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld mun kvennaráð grilla hamborgara frá kl.18:15 í félagsheimili Keflavíkur.

Fyrir leik Keflavíkur og ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld mun kvennaráð grilla hamborgara frá kl.18:15 í félagsheimili Keflavíkur. Keflvíkingar eiga frábæra aðstöðu á efri hæð íþróttahússins við Sunnubraut og það er ekkert mál að tölta þangað upp.

Þaðan er frábært útsýni yfir grænan og flottan Nettóvöllinn og fátt er skemmtilegra í aðdraganda leiks en horfa yfir völlinn og fylgjast með upphitun sinna manna. Splæsa á sig borgara og spá í leikinn framundan með öðrum stuðningsmönnum. Allir að mæta á spennandi leik og ekki verra að bjóða allri fjölskyldunni út að borða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áfram Keflavík!