Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kannabisefnin auka líkur á andlegri vanheilsu ungmenna!
Fimmtudagur 29. janúar 2004 kl. 12:36

Kannabisefnin auka líkur á andlegri vanheilsu ungmenna!

Nýjustu rannsóknir breskra vísindamanna sýna að: Börn hætta andlegri heilsu sinni með notkun kannabisefna og tóbaks, auk neyslu áfengis. Samkvæmt nýbirtri rannsókn á Bretlandseyjum kemur fram að ungmenni, allt niður að þrettán ára aldri, sem játað hafa reglulega notkun kannabisefna og tóbaks eru sjö sinnum líklegri til að verða fyrir andlegum röskunum að áliti sérfræðinga.  Drykkja enn yngri barna leiðir svo aftur til tvöfallt meiri líkinda til að eiga við andlegar raskanir, síðar á lífsleiðinni.  Við sérstakar þunglyndisaðstæður,  eiga börn sem neyta kannabis og eða áfengis, tuttugu og sex falda áhættu, miðað við aðra, við að bíða andlegt skipsbrot.  Niðurstöður þessar sem voru birtar í  “British Journal Psychiatry“, eru nýjustu viðvaranir sérfræðinga við áhrifum kannabis á heila ungmenna.
Aðrar rannsóknir útgefnar á s.l. ári sýndu fram á tengsl milli kannabis og aukinnar áhættu á andlegum, heilsufarslegum og félagslegum vandamálum ungmenna.
Þetta er fyrsta rannsóknin sem framkvæmd hefur verið,  með afgerandi hætti.
Læknar hafa nú þegar áhyggjur af aukinni áhættu á höfuð, háls og lungu með tilliti til krabbameins, af völdum kannabisefnanna. 
Þau hafa hærra  tjöruinnihald í dag, en nokkru sinni fyrr, þ.e. þau eru talinn u.þ.b. 10 sinnum sterkari en á sjötta og sjöunda áratugnum. Þar eð þau geti innihaldið allt að 10 sinnum meira af tetrahydrocannabinol,  (THC) þetta efni sem gerir vímuna virka hefur áhrifin á heilann. THC efnið í kannabisresin getur verið allt frá 1% (mjög milt) upp að 26% (mjög sterkt).
Kannabisreykingar ungmenna eru stöðugt að aukast á Bretlandeyjum, samanber obinberar tölur, sem sýna að þriðji hver fimmtán ára unglingur hefur þá þegar reynt efnið. Síðustu rannsóknir Dr. Michaels Farrells og starfsbræðra við Maudsley sjúkrahúsið í Suður London, sýndu sterk tengsl á milli notkunar tóbaks, áfengis og kannabis og andlegra/félagslegra vandamála.
Rannsökuð voru 2.624 börn, á aldrinum 13-15 ára.  Foreldrar og kennarar voru einnig teknir í viðtöl, þar sem því var við komið.  Tíunda hvert barn  átti við ýmis geðræn  vandamál að stríða.  Fram kom að tíð notkun eins ofantalinna efna, jók áhættu á notkun hinna tveggja. Þau ungmenni sem ekki nota tóbak eru talin ólíklegri að byrja neyslu á  kannabis. Upphaf kannabisneyslunnar reyndist svo oft upphaf neyslu annarra sterkari ólöglegra fikniefna (e-pillan, amfetamin,heróín.)   Um það bil einn af hverjum tíu ofantalinna  viðurkenndu að hafa reynt kannabis, 91 viðurkenndu að nota það að minnsta kosti einu sinni í mánuði.  Þau ungmenni sem bjuggu hjá einstæðum foreldrum voru tvöfallt líklegri til að hafa reynt efnið, en þau  sem komu frá foreldrum í sambúð.
Dr. Farrell segir: hinir reglubundnu neytendur sem neyta allra þriggja fíkniefnanna eru stöðugt í meiri hættu á geðheilbrigðis röskunum svo og á líkamlegum truflunum. Telur hann mikla þörf á frekari rannsóknum þar á.  Aðrar rannsóknir hafi margsannað að notkun kannabis tengist aukinni hættu á þunglyndi.

Breska þingið breytir lögum um kannabisefnin
Einstakir þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að tjá sig um að kannabisefnin séu ekki eins hættuleg og önnur ólögleg fíkniefni, með því að færa þau úr flokki B- í flokk með svokölluðum C-lyfjum, (þ.e. lögleg en lyfseðilsskyld lyf) s.s. steralyfja, róandi lyfja og sterkra verkjalyfja.  Ofantaldar breytingar í lögum hjá bretum taka gildi í byrjun þessa árs.  Nýju lögin koma til með að heimila neyslu á efninu til þeirra sem náð hafa 18 ára aldri, svo sem ef neyslan fer fram utan almenninga á heimilum. Ólöglegt teljist hins vegar athæfið, ef höndlun efnissins fer fram utanhúss, í nálægð barnaskólalóða, á kaffihúsum, eða á þeim stöðum þar sem almenningur kemur saman.  Ungmenni undir 18 ára aldri fái hinsvegar án nokkurra undanbragða þá sömu meðferð og tíðkast hefur komist þau í kast við yfirvöld vegna efnisins. Komið hefur fram í könnunum að gríðarleg aukning á neyslu hefur átt sér stað hjá breskum ungmennum eftir að tilkynnt var um fyrirhugaðar breytingar á lögum.  Þar eð ungmennin hafi misskilið skilaboðin með því að álykta að kannabisefnin séu sem næst hættulaus. Samkvæmt nýjustu könnunum þá er stígandi verðlækkun á efninu á bretlandseyjum 66 pund fyrir únsuna (1 únsa 28,350gr) af kannabisresin. Stöðugt auknar sannanir eru fyrir því að örsök bílslysa megi rekja til ökumanna í kannabisvímu.  Helstu skýringar stjórnvalda fyrir ofangreindum breytingum á lögunum eru: að yfirvöld eyði nú síauknum tíma og kröftum við að eltast við kannabisefnin og neytendur þeirra á kostnað sterkari efnanna. Við ofangreindar breytingar geti yfirvöld því einbeitt sér í ríkari mæli að öðrum hættulegri og sterkari fíkniefnum.


Foreldar/forráðamenn: 
Gefið barninu tíma, sparið ekki að faðma þau, öryggiskenndin mýkir annars hrjúft og harkalegt nútímaþjóðfélag. Byggið upp gagnkvæma virðingu.  Munið að stuðningur ykkar hjálpar. 

Þýtt og staðfært að hluta úr bresku pressunni.

Reykjanesbær
janúar 2004



Elías Kristjánsson,
foreldri og áhugamaður
um fíkniefnaforvarnir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024