Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 10. apríl 2003 kl. 12:58

Kallinn rólegur

ROSALEGA var gaman að vera á framboðsfundinum á Ránni á mánudagskvöldið. Kallinn mætti því miður of seint því hann var á leiknum og sá frábæran sigur Keflavíkur á annars ágætu liði Grindavíkur. Kallinn sá Árna Ragnar á leiknum!

SJÁLFSTÆÐISMENN mættu víst ekki, einir flokka á fundinn. Kallinn ætlar sér ekki að agnúast eitthvað út í það, enda mun flokkurinn eiga nóg með að svara fólkinu af hverju enginn mætti frá þeim. Ætli drottningaviðtöl forystumanna flokksins hafi verið færð út í kjördæmin?

KALLINUM fannst allir frambjóðendur standa sig vel á fundinum og svara vel fyrir sig. Spurningarnar sem voru lagðar fram voru málefnalegar og var Kallinn sáttur.

ÞAÐ HAFA VEIKINDI verið að hrjá Kallinn upp á síðkastið og hann vill hvíla sig fyrir kosningaslaginn. Kallinn gerir ráð fyrir ítarlegum pistli í næstu Víkurfréttum.

SVONA RÉTT í blálokin vill Kallinn hvetja lesendur Víkurfrétta til að senda Kallinum greinar og ábendingar um hin ýmsu málefni.

Kveðja, [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024