Kallinn bara nokkuð ánægður í dag
TIL HAMINGJU MEÐ yfirlýsinguna sem Kallinn las á vf.is að sé búið að undirrita. Loksins er eitthvað farið að gerast í læknaleysinu og vonandi geta Suðurnesjamenn nú leitað til læknis í sinni heimabyggð. Það hlaut að koma að þessu og á Sigríður Snæbjörnsdóttir og Jón Kristjánsson lof skilið fyrir þennan áfanga. Hjálmar Árnason líka ef út í það er farið.
KALLINN BARA vonar að nú verði málefni stofnunarinnar í góðum málum og hann óskar Suðurnesjamönnum til hamingju.KOSNINGAVAKAN verður spennandi í Suðurkjördæmi - það er alveg ljóst. Frambjóðendur eiga eftir að flakka á milli þess að vera inni og úti og niðurstaða verður sjálfsagt ekki ljós fyrr en undir morgun. Kallinn hefur ekki enn staðsett sig á kosningaskrifstofu, enda hefur hann ekki enn gert upp hug sinn. En frá því verður greint í næsta blaði hvað Kallinn mun kjósa.
BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS er á morgun og vill Kallinn óska öllum verkamönnum til hamingju með daginn. Kallinn man þegar hann fór í göngur fyrr á árum á Suðurnesjum - þá var eitthvað tekist á og menn voru með kröfur. Nú er enginn baráttuhugur í fólki - enda búið að berja allt slíkt niður. Það vinna bara flestir vinnuna sína án þess að kvarta. Þeir líta svo á að þeir séu að gera vinnuveitendunum greiða með því að vinna hjá þeim. Og verkalýðshreyfingin eins og hún leggur sig er nú ekki upp á marga fiska.
KALLINN DÁÐIST alltaf af Guðmundi Jaka þegar hann var upp á sitt besta í verkalýðspólitíkinni. Þá var verið að berjast fyrir réttindum verkalýðsins af mun meiri krafti en nú er gert.
EN KALLINN VILL samt sem áður óska verkalýðsforingjunum hér á Suðurnesjum til hamingju með daginn og Kallinn hvetur þá áfram til að láta heyra í sér, enda kosningar á næsta leiti. Annars hefur ósköp lítið heyrst í forystu verkalýðsins hér á svæðinu - einmitt á þeim tíma þegar svo ætti að vera. Kosningar á að nota til að vekja athygli á atvinnumálum og þau eru nú ekki svo glæsileg hér á Suðurnesjum.
GÖNGUM TIL STUÐNINGS verkafólkinu á morgun. Áfram Kristmenn Krossmenn!
Kveðja, [email protected]
KALLINN BARA vonar að nú verði málefni stofnunarinnar í góðum málum og hann óskar Suðurnesjamönnum til hamingju.KOSNINGAVAKAN verður spennandi í Suðurkjördæmi - það er alveg ljóst. Frambjóðendur eiga eftir að flakka á milli þess að vera inni og úti og niðurstaða verður sjálfsagt ekki ljós fyrr en undir morgun. Kallinn hefur ekki enn staðsett sig á kosningaskrifstofu, enda hefur hann ekki enn gert upp hug sinn. En frá því verður greint í næsta blaði hvað Kallinn mun kjósa.
BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS er á morgun og vill Kallinn óska öllum verkamönnum til hamingju með daginn. Kallinn man þegar hann fór í göngur fyrr á árum á Suðurnesjum - þá var eitthvað tekist á og menn voru með kröfur. Nú er enginn baráttuhugur í fólki - enda búið að berja allt slíkt niður. Það vinna bara flestir vinnuna sína án þess að kvarta. Þeir líta svo á að þeir séu að gera vinnuveitendunum greiða með því að vinna hjá þeim. Og verkalýðshreyfingin eins og hún leggur sig er nú ekki upp á marga fiska.
KALLINN DÁÐIST alltaf af Guðmundi Jaka þegar hann var upp á sitt besta í verkalýðspólitíkinni. Þá var verið að berjast fyrir réttindum verkalýðsins af mun meiri krafti en nú er gert.
EN KALLINN VILL samt sem áður óska verkalýðsforingjunum hér á Suðurnesjum til hamingju með daginn og Kallinn hvetur þá áfram til að láta heyra í sér, enda kosningar á næsta leiti. Annars hefur ósköp lítið heyrst í forystu verkalýðsins hér á svæðinu - einmitt á þeim tíma þegar svo ætti að vera. Kosningar á að nota til að vekja athygli á atvinnumálum og þau eru nú ekki svo glæsileg hér á Suðurnesjum.
GÖNGUM TIL STUÐNINGS verkafólkinu á morgun. Áfram Kristmenn Krossmenn!
Kveðja, [email protected]