Kallinn á kassanum
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ætlar að fara að klúðra málum í öðru kjördæmi. Fyrst var það Norðvesturkjördæmi og nú er komið að Suðurkjördæmi. Hvað er að gerast hjá þessu fólki? Hvernig í ósköpunum er hægt að henda sitjandi þingmanni út af lista? Þingmanni sem fékk nokkur þúsund atkvæði í síðasta prófkjöri. Það er eins og þessi 19 manna kjörnefnd skynji ekkert hvað er að gerast í kringum sig. Suðurnesin eru stærsta einingin innan hins nýja kjördæmis og af Suðurnesjunum er um 40% kjósenda - og af þessum sökum eiga Suðurnesin að fá 1. og 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Árni Ragnar er ágætur í fyrsta sæti, þó svo að Kallinn á kassanum hefði viljað sjá Kristján Pálsson í það sæti því hann er búsettur á Suðurnesjum og hefur barist ötullega fyrir kjördæmið, en Árni Ragnar er búsettur í Kópavogi. Ef að niðurstaðan verður sú að Árni verði í fyrsta sæti þá á Kristján Pálsson að fá 4. sætið sem verður án efa baráttusæti ef hann fær það sæti. Það er ekki forsvaranlegt að henda manni sem er búinn að berjast fyrir Suðurnesin til fjölda ára, út af listanum. Það er óvirðing og ekkert annað og slæmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kristján vildi prófkjör, en af hverju var ekki vilji fyrir því? Var það kannski af hræðslu við að hann fengi gott kjör? Það verður á ekkert annað hlustað en að 2 Suðurnesjamenn sitji í 4 efstu sætum listans. Annað væri móðgun við kjósendur. Kristján Pálsson á þing!
KOMINN er tími til róttækra aðgerða varðandi sjávarútveginn hér á Suðurnesjum. Í stað þess að væla yfir því að kvótinn sé að fara, þarf að fara að huga að því að gera meiri verðmæti úr þeim sjávarafurðum sem unnar eru á svæðinu. Sveitarstjórnarmenn þurfa að vinna að lausnum og hafa frumkvæði að því að auka verðmætin. Verkefnalistinn hjá sveitarstjórum og bæjarfulltrúum þarf að vera eftirfarandi; 1. Að setja á fót rannsóknarsjóð sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni verðmætasköpun og fullnýtingu sjávarafurðu á Suðurnesjum; 2. Að fá fiskvinnslufólk og aðra sem starfa í sjávarútvegi að koma með hugmyndir að fullnýtingu sjávarafurða; 3. Að setja á fót ákveðið verkefni þar sem mótaðar yrðu tillögur í þessu sambandi; 4. Að sækja um styrki til Evrópusambandsins fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum er vinna vilja að nýsköpun á þessu sviði. Það eru án efa fjölmörg lönd innan Evrópusambandsins sem vilja vinna að sameiginlegum verkefnum með Íslendingum á þessu sviði og þá opnast sjóðir Evrópusambandsins. Vitið þið hvað Danir gera? Þeir kaupa hálfunnar afurðir allsstaðar að úr heiminum, flytja þær heim, fullvinna þær og flytja síðan út með miklum hagnaði - sniðugt ekki satt! Kallinn á kassanum kallar eftir viðbrögðum frá sveitar- og bæjarstjórum sveitarfélaga á Suðurnesjum við þessum hugmyndum og viðbrögðin munu birtast í næsta blaði. Setjum málið í gang strax - það er allra hagur og Suðurnesin hafa yfir drifkrafti, þekkingu, flugvelli og frábæru fólki að ráða. Það er óþarfi að byggja skýjaborgir - en það er hægt að skapa miklu meiri verðmæti í sjávarútvegi en nú er verið að gera.
ÍÞRÓTTAFÓLKIÐ okkar hér á Suðurnesjum er frábært. ÍRB eru bikarmeistarar Sundsambands Íslands. Og þótt Keflvíkingarnir hafi þurft að lúta í gras, þá eru þeir Íslandsmeistarar þegar kemur að tuðrusparki innanhúss. Keflvíkingar urðu Kjörísbikarmeistarar í fjórða skipti. Keflavíkurstúlkur í körfunni eru ósigraðar og virðist fátt geta stöðvað þær. Glæsilegur árangur. Styðjum íþróttastarfið - það er besta forvörnin.
NÁKVÆMLEGA ekkert er að gerast í læknadeilunni - engir fundir boðaðir og Hafnarfjörður að verða læknalaus. Í síðustu viku var Kallinn bjartsýnn. Hvað þarf að gerast svo þessi deila leysist? Þarf dauðsfall til? Afhverju eru deiluaðilar ekki að ræða saman? Það er bara einn læknir starfandi hér í dag - en hvað helst það lengi? Heilbrigðisráðherra heldur víst að Suðurnesjamenn séu sáttir í dag, vegna þess hve hann stóð sig vel á borgarafundinum. Það er rétt að Suðurnesjamenn voru bjartsýnir þá, en núna er liðin rúm vika og tveir fundir hafa verið haldnir. Er verið að gera allt til að leysa deiluna? Íbúar Suðurnesja láta ekki hafa sig að fíflum endalaust - hr. Jón viltu gjöra svo vel að leysa þessa deilu - fyrir jól.
REYKJANESBÆR er sannkallaður jólabær. Fallegar jólaskreytingar blasa hvarvetna við og frábær markaðssetning verslana og þjónustuaðila í bænum er til fyrirmyndar. Verslum heima fyrir jólin!
KALLINUM Á KASSANUM hefur borist mikill fjöldi tölvuskeyta frá því í síðustu viku. Hann þakkar fyrir sig og hvetur fólk til að halda áfram að senda skeyti um áhugaverð málefni sem Kallinn getur tekið fyrir í pistlum sínum. Sendið Kallinum línu á netfangið: [email protected] eða sendið bréf merkt: Kallinn á kassanum, Víkurfréttir, Grundarvegi 23, 260 Reykjanesbær.
Kveðja, Kallinn
KOMINN er tími til róttækra aðgerða varðandi sjávarútveginn hér á Suðurnesjum. Í stað þess að væla yfir því að kvótinn sé að fara, þarf að fara að huga að því að gera meiri verðmæti úr þeim sjávarafurðum sem unnar eru á svæðinu. Sveitarstjórnarmenn þurfa að vinna að lausnum og hafa frumkvæði að því að auka verðmætin. Verkefnalistinn hjá sveitarstjórum og bæjarfulltrúum þarf að vera eftirfarandi; 1. Að setja á fót rannsóknarsjóð sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni verðmætasköpun og fullnýtingu sjávarafurðu á Suðurnesjum; 2. Að fá fiskvinnslufólk og aðra sem starfa í sjávarútvegi að koma með hugmyndir að fullnýtingu sjávarafurða; 3. Að setja á fót ákveðið verkefni þar sem mótaðar yrðu tillögur í þessu sambandi; 4. Að sækja um styrki til Evrópusambandsins fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum er vinna vilja að nýsköpun á þessu sviði. Það eru án efa fjölmörg lönd innan Evrópusambandsins sem vilja vinna að sameiginlegum verkefnum með Íslendingum á þessu sviði og þá opnast sjóðir Evrópusambandsins. Vitið þið hvað Danir gera? Þeir kaupa hálfunnar afurðir allsstaðar að úr heiminum, flytja þær heim, fullvinna þær og flytja síðan út með miklum hagnaði - sniðugt ekki satt! Kallinn á kassanum kallar eftir viðbrögðum frá sveitar- og bæjarstjórum sveitarfélaga á Suðurnesjum við þessum hugmyndum og viðbrögðin munu birtast í næsta blaði. Setjum málið í gang strax - það er allra hagur og Suðurnesin hafa yfir drifkrafti, þekkingu, flugvelli og frábæru fólki að ráða. Það er óþarfi að byggja skýjaborgir - en það er hægt að skapa miklu meiri verðmæti í sjávarútvegi en nú er verið að gera.
ÍÞRÓTTAFÓLKIÐ okkar hér á Suðurnesjum er frábært. ÍRB eru bikarmeistarar Sundsambands Íslands. Og þótt Keflvíkingarnir hafi þurft að lúta í gras, þá eru þeir Íslandsmeistarar þegar kemur að tuðrusparki innanhúss. Keflvíkingar urðu Kjörísbikarmeistarar í fjórða skipti. Keflavíkurstúlkur í körfunni eru ósigraðar og virðist fátt geta stöðvað þær. Glæsilegur árangur. Styðjum íþróttastarfið - það er besta forvörnin.
NÁKVÆMLEGA ekkert er að gerast í læknadeilunni - engir fundir boðaðir og Hafnarfjörður að verða læknalaus. Í síðustu viku var Kallinn bjartsýnn. Hvað þarf að gerast svo þessi deila leysist? Þarf dauðsfall til? Afhverju eru deiluaðilar ekki að ræða saman? Það er bara einn læknir starfandi hér í dag - en hvað helst það lengi? Heilbrigðisráðherra heldur víst að Suðurnesjamenn séu sáttir í dag, vegna þess hve hann stóð sig vel á borgarafundinum. Það er rétt að Suðurnesjamenn voru bjartsýnir þá, en núna er liðin rúm vika og tveir fundir hafa verið haldnir. Er verið að gera allt til að leysa deiluna? Íbúar Suðurnesja láta ekki hafa sig að fíflum endalaust - hr. Jón viltu gjöra svo vel að leysa þessa deilu - fyrir jól.
REYKJANESBÆR er sannkallaður jólabær. Fallegar jólaskreytingar blasa hvarvetna við og frábær markaðssetning verslana og þjónustuaðila í bænum er til fyrirmyndar. Verslum heima fyrir jólin!
KALLINUM Á KASSANUM hefur borist mikill fjöldi tölvuskeyta frá því í síðustu viku. Hann þakkar fyrir sig og hvetur fólk til að halda áfram að senda skeyti um áhugaverð málefni sem Kallinn getur tekið fyrir í pistlum sínum. Sendið Kallinum línu á netfangið: [email protected] eða sendið bréf merkt: Kallinn á kassanum, Víkurfréttir, Grundarvegi 23, 260 Reykjanesbær.
Kveðja, Kallinn