Kallinn á kassanum - ótrúlega glaður!
ÞAÐ ERU EINUNGIS 3 mánuðir í alþingiskosningar og nú þurfum við, kjósendur, að fara að heyra frá flokkunum varðandi stefnumálin. Við tökum að sjálfsögðu afstöðu út frá málefnum. Kallinn vill setja fram þá hugmynd að frambjóðendur stjórnmálaflokkanna af Suðurnesjum boði til almenns stjórnmálafundar þar sem málefni flokkanna varðandi Suðurnesin verða kynnt almenningi. Suðurnesjaframbjóðendurnir þurfa að kynna mál sinna stjórnmálaflokka fyrir íbúum Suðurnesja. Það þarf að setja upp einn góðan fund - eins og þeir voru í gamla daga. Kallinn leggur fram spurningu til allra Suðurnesjaframbjóðenda: Treystir þú þér til að standa fyrir svörum á slíkum stjórnmálafundi? Sendið svar á [email protected].KALLINN ER ótrúlega glaður núna. Japanskt fyrirtæki er skoða möguleikana á því að reisa hér orkufreka verksmiðju. Ef að Japanarnir ákveða að koma til Reykjanesbæjar verður um mikinn happdrættisvinning að ræða fyrir sveitarfélagið, íbúa og fyrirtæki á svæðinu. Síðast en ekki síst er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir Hitaveitu Suðurnesja þar sem um orkufrekan iðnað er að ræða. Kallinn vann eitt sinn í stuttan tíma hjá Hitaveitunni og getur ímyndað sér að þar séu menn spenntir.
UM DAGINN barst Kallinum bréf frá einhverjum sem kallar sig Anti Kallinn og var meginefni bréfsins á þá lund að Kallinn var ataður skít. Anti Kallinn, sem er þó ágætlega skrifandi, allavega málfræðilega séð benti Kallinum á að koma fram undir nafni. Af hverju ætti Kallinn að gera það? Eru einhver mál sem Kallinn tekur upp svo viðkvæm? Er fólk eins og Anti Kallinn ekki tilbúið til að lesa gagnrýni um hin ýmsu mál í samfélaginu? Kallinn hlakkar til að fá fleiri bréf frá þessum Anti Kalli.
ÞAÐ ER ROSALEGA margt jákvætt að gerast í samfélagi Suðurnesjamanna þessa dagana. Fjölmargar framkvæmdir eru fyrirhugaðar og vonandi að sem flestir njóti góðs af, bæði sveitarfélagið, fólkið og fyrirtækin. Án efa koma þessar framkvæmdir til með að slá á atvinnuleysið og það er gott mál. Nú er bara að halda áfram.
Kveðja, [email protected]
UM DAGINN barst Kallinum bréf frá einhverjum sem kallar sig Anti Kallinn og var meginefni bréfsins á þá lund að Kallinn var ataður skít. Anti Kallinn, sem er þó ágætlega skrifandi, allavega málfræðilega séð benti Kallinum á að koma fram undir nafni. Af hverju ætti Kallinn að gera það? Eru einhver mál sem Kallinn tekur upp svo viðkvæm? Er fólk eins og Anti Kallinn ekki tilbúið til að lesa gagnrýni um hin ýmsu mál í samfélaginu? Kallinn hlakkar til að fá fleiri bréf frá þessum Anti Kalli.
ÞAÐ ER ROSALEGA margt jákvætt að gerast í samfélagi Suðurnesjamanna þessa dagana. Fjölmargar framkvæmdir eru fyrirhugaðar og vonandi að sem flestir njóti góðs af, bæði sveitarfélagið, fólkið og fyrirtækin. Án efa koma þessar framkvæmdir til með að slá á atvinnuleysið og það er gott mál. Nú er bara að halda áfram.
Kveðja, [email protected]