Kallin ánægður með Jón G.
JÓN GUNNARSSON alþingismaður fær hrós ársins frá Kallinum fyrir að hafa tekið málefni um niðurskurð Varnarliðsins upp á Alþingi á dögunum. Jón er eini þingmaðurinn sem sagt hefur orð um uppsagnirnar á Alþingi. Kallinn horfið á umræðurnar í sjónvarpi og Kallinum fannst gaman að sjá Jón æsa Utanríkisráðherra upp vegna málsins. Jón stóð gallharður á sínu og krafðist þess að stjórnvöld hæfu viðræður við Varnarliðið um hvort frekari uppsagnir séu boðaðar. Jón fær 10 fyrir hörku og framgagna hans í þessu máli sýnir að þarna fer framtíðar stjórnmálamaður fyrir Suðurnes. Haltu áfram Jón – berstu fyrir Suðurnesjamenn.
KALLINN SÁ ÞAÐ á vef Víkurfrétta í síðustu viku að Varnarliðið neitar fréttum um að yfirmenn Varnarliðsins hafi viljað bjóða þeim starfsmönnum sem sagt var upp störfum að hætta strax, en fá greiddan uppsagnarfrestinn. Og að starfsmannastjórinn hafi sagt að slíkt fyrirkomulag tíðkaðist ekki hér á Íslandi. Kallinn treystir á fréttaflutning Víkurfrétta, frekar en yfirlýsingar frá Varnarliðinu. Af hverju ættu þessar fréttir svo sem ekki að vera sannar? Myndu þeir einhvern tíma viðurkenna að þetta hafi gerst? Kallinn efast um það!
FJÖLMARGAR kjaftasögur eru á kreiki innan Varnarliðsins og á Suðurnesjum og eflaust eru margar þeirra sannar. Hefði ekki verið betra fyrir Varnarliðið að leyfa þeim sem sagt var upp störfum að hætta strax, greiða þeim út uppsagnarfrestinn þannig að starfsfólkið geti fundið sér aðra vinnu? Þeir starfsmenn sem sagt var upp þurfa nú að mæta til vinnu á hverjum morgni, vitandi það að þeir séu að hætta eftir stuttan tíma. Að mati Kallsins eru það strategísk mistök hjá Varnarliðinu að láta fólkið vinna út uppsagnartímann. Starfsmannastjórinn hefði betur átt að taka tilboði yfirmannanna.
SAMFYLKINGARMENN í bæjarstjórn Reykjanesbæjar gerðu sig að bjánum á dögunum þegar þeir fóru að gagnrýna að listaverk sem Árni Johnsen fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn að séu geymd í geymsluhúsnæði sem Reykjanesbær leigir af Byko. Listaverkin á að sýna í DUUS-húsum eftir áramót og eru í geymslu þarna þangað til. Hvað gengur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar til? Gagnrýna þeir að listaverkin séu þarna, bara af því að það er Árni Johnsen sem gerði þau?
KALLINN ER fokvondur yfir því hvernig þessir bæjarfulltrúar hafa komið fram og Kallinn spyr sig hvort þetta sé gert af mannvonsku. Hvað ef listamaðurinn hefði verið í Samfylkingunni, nýbúinn að sitja af sér fangelsisdóm? Hefðu þessir menn þá gagnrýnt að listaverkin séu geymd þarna? Eða eru þeir bara að þessu vegna þess að Árni sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
SKAMMIST YKKAR bæjarfulltrúar Samfylkingar í Reykjanesbæ. Eyðið tíma bæjarstjórnarfunda í að ræða stöðu Varnarliðsins í stað þess að moka auri yfir mann sem hefur tekið út sína refsingu. Kallinn hefur heyrt í fjölmörgum sem gagnrýna mjög málflutning þessara manna. Og Kallin segir: skamm – svona gera menn ekki!
KAFFITÁR er einfaldlega besta kaffi í heimi. Kallinn er mikill kaffikarl og að hans mati er kaffið frá Kaffitári himneskt. Kallinn vill bara óska Addý í Kaffitári og starfsmönnum hennar til hamingju með nýja húsið og Kallinn vonast til að allir Suðurnesjamenn kaupi kaffi áfram kaffi frá þessu frábæra fyrirtæki.
SÆDÝRASAFNIÐ í Sandgerði! Allir að taka höndum saman og tryggja það! Ætli Sigurður Valur hafi meldað sig inn við samgöngunefnd? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið!
KALLINN vill að lokum óska eftir sögum frá starfsmönnum Varnarliðsins sem sagt hefur verið upp. Kallinn vill leyfa þessu fólki að segja sögu sína. Kallinum er alveg sama þó bréfin séu nafnlaus. Netfangið er [email protected].
Kveðja, Kallinn
KALLINN SÁ ÞAÐ á vef Víkurfrétta í síðustu viku að Varnarliðið neitar fréttum um að yfirmenn Varnarliðsins hafi viljað bjóða þeim starfsmönnum sem sagt var upp störfum að hætta strax, en fá greiddan uppsagnarfrestinn. Og að starfsmannastjórinn hafi sagt að slíkt fyrirkomulag tíðkaðist ekki hér á Íslandi. Kallinn treystir á fréttaflutning Víkurfrétta, frekar en yfirlýsingar frá Varnarliðinu. Af hverju ættu þessar fréttir svo sem ekki að vera sannar? Myndu þeir einhvern tíma viðurkenna að þetta hafi gerst? Kallinn efast um það!
FJÖLMARGAR kjaftasögur eru á kreiki innan Varnarliðsins og á Suðurnesjum og eflaust eru margar þeirra sannar. Hefði ekki verið betra fyrir Varnarliðið að leyfa þeim sem sagt var upp störfum að hætta strax, greiða þeim út uppsagnarfrestinn þannig að starfsfólkið geti fundið sér aðra vinnu? Þeir starfsmenn sem sagt var upp þurfa nú að mæta til vinnu á hverjum morgni, vitandi það að þeir séu að hætta eftir stuttan tíma. Að mati Kallsins eru það strategísk mistök hjá Varnarliðinu að láta fólkið vinna út uppsagnartímann. Starfsmannastjórinn hefði betur átt að taka tilboði yfirmannanna.
SAMFYLKINGARMENN í bæjarstjórn Reykjanesbæjar gerðu sig að bjánum á dögunum þegar þeir fóru að gagnrýna að listaverk sem Árni Johnsen fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn að séu geymd í geymsluhúsnæði sem Reykjanesbær leigir af Byko. Listaverkin á að sýna í DUUS-húsum eftir áramót og eru í geymslu þarna þangað til. Hvað gengur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar til? Gagnrýna þeir að listaverkin séu þarna, bara af því að það er Árni Johnsen sem gerði þau?
KALLINN ER fokvondur yfir því hvernig þessir bæjarfulltrúar hafa komið fram og Kallinn spyr sig hvort þetta sé gert af mannvonsku. Hvað ef listamaðurinn hefði verið í Samfylkingunni, nýbúinn að sitja af sér fangelsisdóm? Hefðu þessir menn þá gagnrýnt að listaverkin séu geymd þarna? Eða eru þeir bara að þessu vegna þess að Árni sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
SKAMMIST YKKAR bæjarfulltrúar Samfylkingar í Reykjanesbæ. Eyðið tíma bæjarstjórnarfunda í að ræða stöðu Varnarliðsins í stað þess að moka auri yfir mann sem hefur tekið út sína refsingu. Kallinn hefur heyrt í fjölmörgum sem gagnrýna mjög málflutning þessara manna. Og Kallin segir: skamm – svona gera menn ekki!
KAFFITÁR er einfaldlega besta kaffi í heimi. Kallinn er mikill kaffikarl og að hans mati er kaffið frá Kaffitári himneskt. Kallinn vill bara óska Addý í Kaffitári og starfsmönnum hennar til hamingju með nýja húsið og Kallinn vonast til að allir Suðurnesjamenn kaupi kaffi áfram kaffi frá þessu frábæra fyrirtæki.
SÆDÝRASAFNIÐ í Sandgerði! Allir að taka höndum saman og tryggja það! Ætli Sigurður Valur hafi meldað sig inn við samgöngunefnd? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið!
KALLINN vill að lokum óska eftir sögum frá starfsmönnum Varnarliðsins sem sagt hefur verið upp. Kallinn vill leyfa þessu fólki að segja sögu sína. Kallinum er alveg sama þó bréfin séu nafnlaus. Netfangið er [email protected].
Kveðja, Kallinn