Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kalla eftir samstöðu í atvinnumálum
Föstudagur 19. mars 2010 kl. 15:56

Kalla eftir samstöðu í atvinnumálum

Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, skorar á þingmenn Suðurkjördæmis að sýna samstöðu og stíga með en ekki í veg fyrir þeim atvinnumöguleikum, sem unnið er að í sátt við samfélagið á Suðurnesjum.


Nýjasta atvinnuverkefnið er viðhaldsstöð E.C.A. Program Iceland ehf. á Keflavíkurflugvelli. Þar er áætlað að skapa hundruði starfa, bæði beint og eins í afleiddum þjónustustörfum. Verkefni sem þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir uppbygginguna á gamla vallarsvæðinu og er þar að auki góð viðbót við þau atvinnuverkefni sem fyrirhuguð eru á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Heimir vill minna þingmenn kjördæmisins á að örfáir mánuðir eru síðan að þverpólitísk samstaða myndaðist meðal Suðurnesjamanna um þá nauðsyn að skapa atvinnu strax, þegar gengin var svokölluð öfug Keflavíkurganga. Sú samstaða má ekki bresta enda sýna atvinnuleysistölur fyrir svæðið að aðgerða er þörf.


Samþykkt af stjórn Heimis, f.u.s. í Reykjanesbæ