Kæru Vogabúar, Þróttarar og aðrir Þróttarar
Það hefur borið mikið á þeirri umræðu upp á síðkastið að góð mæting sé á leiki Þróttar þegar spilað er á Vogabæjarvelli. Það hefur vissulega verið raunin, en oftar en ekki eru vellirnir tómir þegar við spilum útileiki.
Í 4. deildinni í fyrra fundum við bræðurnir, sem og allt Þróttara-liðið, hvernig er að spila fyrir vel studdan klúbb. Þróttarar fjölmenntu á völlinn og yfirgnæfðu allt, bæði á Álftanesi og í Vestmannaeyjum. Það skilaði sér í stigum á erfiðum útivöllum, okkar tólfti maður. Þá kom bersýnilega í ljós hvort liðin eru stórveldi eða ekki, sama hvað titlafjöldi segir. Félögin eru ekkert nema liðið sjálft og fólkið sem stendur á bak við það.
Næsta laugardag fáum við KFG í heimsókn og væri virkilega gaman að fá að minnsta kosti smjörþefinn af því að spila fyrir fullan völl. Það væri gaman að sýna KFG-mönnum sem spáð var sigri af fotbolti.net fyrir sumarið og eru taplausir í sumar hvað er að vera stórveldi og leggja þá af velli bæði í stúkunni og á vellinum.
Við biðlum því til þín kæri Þróttari að mæta næsta laugardag og styðja við bakið á liðinu því við lofum að við munum leggja okkur alla fram og verður það mun auðveldara með góðum stuðningi.
Með fyrirfram þökk,
Bræðurnir, Einar Valur Árnason og Friðrik Valdimar Árnason
Leikmenn Þróttar úr Vogum.