Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kæru leikskólabörn!
Fimmtudagur 8. mars 2012 kl. 16:14

Kæru leikskólabörn!

Hótel Keflavík 15. 2. 2012

Kæru leikskólabörn!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mig langar að nota þetta tækifæri til þess að vara ykkur í allri einlægni við veiki eða e.t.v. einskonar farótt sem geysar í landinu okkar og á öðrum stöðum í heiminum. Veiki þessi gengur undir nafninu „Tímaveikin“. Eins og nafnið bendir til þá tengist sóttin sjálfum tímanum sem er allt í kringum okkur og innan í öllum mönnum. Einkenni tímaveikinnar geta verið margvísleg en felst þó einkum og sér í lagi í því að fólk reynir með örvæntingafullum hætti að hafa hendur í hári hins mikla tíma; binda hann niður eða njörva hann með einhverjum hætti. Þau okkar sem eru verst haldin af tímaveikinni eru ekki í rónni nema þau séu búin að skipuleggja allan þann tíma sem þeim hefur tekist að klófesta. Þessir sjúklingar búa til allskonar töflur og áætlanir, reyna að fylla upp í daga, vikur og mánuði, en skilja svo ekkert í því af hverju tíminn virðist renna frá þeim í sífellu. Sjúklingarnir eru sem sé stöðugt að búa sér til meiri tíma og glata honum öllum um leið.

Hér sit ég nú, að morgni dags, á hótelherbegi í Keflavík. Þegar ég skrifa þessi orð verður mér af og til litið út um gluggann sem snýr til norðurs. Ég sé hvíta, gráa og dimma skýjabólstra koma vaðandi á móti mér, utan af sjónum. Þeir fylla upp í himininn en hleypa stundum blárri birtu niður á milli sín. Þessi ský eru tíminn. Og blái liturinn á himninum er líka tími. Og það er tími í vindinum sem knýr bólstrana áfram svo þeir hreyta úr sér regni og hagli á víxl. Ég er líka hluti af þessum mikla og ómælanlega tíma og þið eruð hluti af tímanum.

Munið það, kæru leikskólabörn. Gleymið því ekki, þrátt fyrir að ykkur verði kennt annað um tímann.

Með bestu kveðju,

þátttakandi í Hótel Keflavík.





(Leiklistarhópurinn Kviss búmm bang var að ljúka sýningum á leikverki sem bar heitið Hótel Keflavík og fór fram mestmegnis á þeim stað, og í nærumhverfi við hótelið. Áhorfendur dvöldu í sólarhring á hótelinu og fóru í gegnum allskonar verkefni og hittu bæjarbúa. Eitt verkefnið er að skrifa opið bréf til leikskólabarna sem á að birtast í fjölmiðlum um land allt. Bréfið er meðfylgjandi hér að ofan.
)