Jón Gunnarsson í tæpa tvo tíma í ræðustól Alþingis
„Ég kunni vel við mig í ræðustól og tel mig ekki hafa verið með málþóf eins og stjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuþingmenn um,“ sagði Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi en hann hélt tæplega tveggja klukkustunda langa ræðu á Alþingi í gærkvöldi vegna fjölmiðlafrumvarpsins.
Jón sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði haft gaman af því að fara yfir efnisatriði málsins enda málið flókið og stórt. „Efnisatriði málsins og hvernig það er sett fram gefa tilefni til þess að halda langar ræður. Ég mun nýta mér þann rétt að koma tvisvar í ræðustól við aðra umræðu málsins og ég mun einnig fara í ræðustól við þriðju umræðu.“
Jón segist vera á mælendaskrá í dag en hann býst ekki við því að komast í ræðustól þar sem hann sé aftarlega á mælendaskránni.
Samkvæmt þingskaparlögum hafa þingmenn ótakmarkaðan ræðutíma við aðra og þriðju umræðu á Alþingi.
Jón sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði haft gaman af því að fara yfir efnisatriði málsins enda málið flókið og stórt. „Efnisatriði málsins og hvernig það er sett fram gefa tilefni til þess að halda langar ræður. Ég mun nýta mér þann rétt að koma tvisvar í ræðustól við aðra umræðu málsins og ég mun einnig fara í ræðustól við þriðju umræðu.“
Jón segist vera á mælendaskrá í dag en hann býst ekki við því að komast í ræðustól þar sem hann sé aftarlega á mælendaskránni.
Samkvæmt þingskaparlögum hafa þingmenn ótakmarkaðan ræðutíma við aðra og þriðju umræðu á Alþingi.