John J. Cramer - minning
Körfuknattleiksdeild UMFN vill hér koma á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda John J. Cramer sem lést í bifhjólaslysi sunnudaginn 7. maí. John eða Cramer eins og hann var oftast nefndur vann mikið fyrir körfuknattleiksdeildina undanfarin ár þó hann hafi ekki sótt leiki en hann sá meðal annars um það að auglýsa alla heimaleiki á auglýsingastandinum við Njarðarbraut.
Við viljum þakka óeigingjarnt starf og þann mikla stuðning við liðið sem hann sýndi gegnum árin og jafnframt sendum við aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og biðjum almættið að styrkja þau á erfiðum tímum.
Körfuknattleiksdeild UMFN
Við viljum þakka óeigingjarnt starf og þann mikla stuðning við liðið sem hann sýndi gegnum árin og jafnframt sendum við aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og biðjum almættið að styrkja þau á erfiðum tímum.
Körfuknattleiksdeild UMFN