Jóhann Geirdal: Stórkostleg útkoma fyrir mig og Samfylkinguna
Jóhann Geirdal hlaut 45% atkvæða í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sl. laugardag og segist ekki geta verið annað en ánægður með árangurinn. „Þetta er auðvitað stórkostleg útkoma fyrir mig og Samfylkinguna. Gildir seðlar voru 1584 og því er hlutfall mitt nú 45%. Í síðasta prófkjöri fékk ég rétt tæp 40% þrátt fyrir harða keppni þá líka. Í ljósi þess er árangurinn mjög góður. Ég bæti við mig þrátt fyrir enn harðari keppni um leiðtogasætið.“
Þú hlýtur að vera ánægður með þátttökuna?
„Já, þetta er góð þátttaka. Rúmlega 1600 kusu núna miðað við 1386 talda síðast. Það er mjög gott og enn betra ef haft er í huga að fyrir fjórum árum var kosið í tvo daga en nú aðeins einn. Rétt er að hafa það samt í huga að þá þurfti að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu og það gæti hafa fælt einhverja frá þá. Miðað við íhaldið í Hafnarfirði sem var með opið prófkjör eins og við, þar sem það fékk um 1900 þátttakendur í u.þ.b. tvöfalt fjölmennari bæ, þá hlýtur þetta að teljast stórkostlegt hjá okkur.“
Hvernig meturðu úrslitin fyrir þig?
„Ég hlýt því að meta niðurstöðurnar þannig að þegar fólk hafi séð að það væri í alvöru verið að sækja að mér, þá hafi það drifið sig á stað til að sýna mér stuðning sinn í verki og er nokkuð sem leiðtogi í stjórnmálum getur verið ánægðari með. Ég vil því nota tækifærið og þakka öllu þessu
fólki og öllu því fólki sem á margvíslegan hátt stuðlaði að þessum glæsilega sigri, fyrir þeirra framlag“, sagði Jóhann.
Þú hlýtur að vera ánægður með þátttökuna?
„Já, þetta er góð þátttaka. Rúmlega 1600 kusu núna miðað við 1386 talda síðast. Það er mjög gott og enn betra ef haft er í huga að fyrir fjórum árum var kosið í tvo daga en nú aðeins einn. Rétt er að hafa það samt í huga að þá þurfti að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu og það gæti hafa fælt einhverja frá þá. Miðað við íhaldið í Hafnarfirði sem var með opið prófkjör eins og við, þar sem það fékk um 1900 þátttakendur í u.þ.b. tvöfalt fjölmennari bæ, þá hlýtur þetta að teljast stórkostlegt hjá okkur.“
Hvernig meturðu úrslitin fyrir þig?
„Ég hlýt því að meta niðurstöðurnar þannig að þegar fólk hafi séð að það væri í alvöru verið að sækja að mér, þá hafi það drifið sig á stað til að sýna mér stuðning sinn í verki og er nokkuð sem leiðtogi í stjórnmálum getur verið ánægðari með. Ég vil því nota tækifærið og þakka öllu þessu
fólki og öllu því fólki sem á margvíslegan hátt stuðlaði að þessum glæsilega sigri, fyrir þeirra framlag“, sagði Jóhann.