Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Þriðjudagur 19. febrúar 2002 kl. 23:57

Jóhann Geirdal áfram í fyrsta sæti

Ég er einn af fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þar hef ég notið þeirrar ánægju að vinna undir traustri stjórn og forystu Jóhanns Geirdals. Þetta er fyrsta kjörtímabil þessa nýja stjórnmálaafls og því skipti miklu að vel tækist í upphafi.Ég er sannfærður um að jafn lipran leiðtoga hefðum við ekki getað fundið. Það er líka aðdáunarvert hve áhugasamur hann er um málefni bæjarins. Sama er hvenær ég hef þurft að leita til hans, hann hefur verið tilbúinn til að taka að sér verkefni og ávallt unnið þau af samviskusemi.
Það hefur verið sérlega gott að vinna með Jóhanni því hann hefur mjög sterka réttlætiskennd og vissuleg gerir hann miklar kröfur til annara og ekki síður til sjálf sín. Það eru einmitt þannig menn sem við þyrftum að sjá í stjórnsýslunni hér, menn sem hafa pólitískan kjark til að framkvæma.
Ég tel mikilvægt að við íbúar í Reykjanesbæ njótum áfram starfa hans og hvet alla þá sem vilja hverfa af braut sofandaháttar og efla þetta sveitarfélag að styðja Jóhann í 1. sætið í prófkjörinu á laugardaginn næstkomandi.
Ég hef reynslu af að starfa með honum og því styð ég hann í 1. sætið.

Baráttukveðjur
Kristján Gunnarsson bæjarfulltrúi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024