Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir gefur kost á sér í 3. -5. sæti Samfylkingar
Fimmtudagur 19. október 2006 kl. 10:04

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir gefur kost á sér í 3. -5. sæti Samfylkingar

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir gefur kost á sér í 3. -5. sæti  í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 4. nóvember n.k.


Málefni fatlaðra og geðsjúkra, málefni fjölskyldunnar, launamismunur, fátækt, ör þróun eiturlyfja hér á landi og  atvinnumál eru bara nokkur þau mála sem Jenný telur mjög brýn og þurfi að takast á við eins fljótt og auðið er.


Jenný hefur tekið þátt í pólitísku starfi í 17 ár, var formaður ungra jafnaðarmanna í Njarðvík og setið í fjöldamörgum nefndum í Njarðvík og síðar í Reykjanesbæ.
Hún er þroskaþjálfi frá Kennaraháskóla Íslands einnig sem hún hefur 30 tonna réttindi frá siglingaskólanum.


Jenný hefur mikla reynslu í atvinnulífinu þar sem hún hefur frá unga aldri unnið við fjölbreytt störf. Þar ber að nefna í leikskólum, við málefni fatlaðra hér á landi og í Noregi, í fiskvinnslu og ýmis verslunarstörf. Einnig hefur hún verið virk í starfi hjá félagasamtökum og setið í stjórnum íþróttafélaga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024