Jarðfræðiferð með Ara Trausta um Reykjanes
Vetrardagskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum lýkur á laugardag, 1. júní, með ferð um Reykjanes. Það er Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur sem verður fararstjóri um eldgosa- og jarðhitasvæðið en um það er Ari meðal fróðastu manna.Þetta er eins dags ferð sem hefst á stuttri kynningu að Skólavegi 1 í Keflavík kl. 9.00 áður en lagt verður af stað í rútuferð um Reykjanesið. Fjallað verður um jarðskjáfta og eldgosavá. Markverðustu staðir verða skoðaðir í nýju og gömlu ljósi eins og Ara Trausta er einum lagið. Ekki er gert ráð fyrir miklum gögnum en betra er fyrir ferðalanga að vera á góðum gönguskóm og hafa með sér nesti. Komið verður aftur til baka úr ferðinni um kl. 17. Enn eru nokkur sæti laus í ferðina sem kostar kr. 4000. Hægt er að skrá sig hjá MSS í síma 421 7500.