Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Jákvæður viðsnúningur bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna í málefnum Hitaveitunnar
Fimmtudagur 29. nóvember 2007 kl. 15:27

Jákvæður viðsnúningur bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna í málefnum Hitaveitunnar

Í kjölfar undirskriftasöfnunar, þar sem 5200 manns sögðu skoðun sína í verki, og almenns þrýstings íbúa á Suðurnesjum hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ snúið við blaðinu og tekið upp nýja stefnu í málefnum Hitaveitu Suðurnesja. Þetta er jákvætt og er alltaf gott þegar einstaklingar eru tilbúnir að skipta um skoðun og játa villu síns vegar.

Í sumar fögnuðu bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna, með sérstakri bókun í bæjarráði, innkomu Geysir Green í eigendahóp Hitaveitunnar sem fyrsta skrefi í einkavæðingu íslenskra orkufyrirtækja.

Nú má hins vegar skilja orð bæjarstjórans þannig að hann telji mikilvægt að auðlindirnar verði í samfélagslegri eign. Þetta var haft eftir honum í Morgunblaðinu sl. mánudag og er þetta í fyrsta sinn sem ég heyri svo afdráttarlaust svar frá talsmanni sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Því ber að fagna og óska ég Hannesi Friðrikssyni til hamingju með árangur undirskriftarsöfnunarinnar. Hún er svo sannarlega að skila sér í breyttum málflutningi sjálfstæðismanna.

Nú er bara spurning hvort aðgerðir fylgi orðum. Við skulum vera vel á verði gagnvart því.

Eysteinn Jónsson
Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024