Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Jákvæðni og staðfesta
Föstudagur 28. október 2016 kl. 07:00

Jákvæðni og staðfesta

- Aðsend grein frá Heiðu Rós Hauksdóttur

Ég heiti Heiða Rós Hauksdóttir og er 36 ára húsmóðir. Ég er í 2. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi. Það sem heillar mig mest er jákvæðni og staðfesta flokksins um að gera landið betra og þarf því að stokka spilin vel.


Til dæmis í sambandi við að börnum verði tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Flokkur fólksins vill að öllum börnum verði tryggður gjaldfrjáls og hollur matur í leikskólum og skólum. Ekkert barn á að þurfa að vera svangt vegna fátæktar. Öryrkjum, eldri borgurum og verkafólki verði tryggð mannsæmandi laun svo þau geti lifað með reisn. Afnema skattlagningu á fátækt. Grunnframfærsla verði ekki lægri en 300.000 krónur. Að sjálfstæði Íslands sé virt og réttur kjósenda til að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu um deilumál sé einnig virtur. Að unga fólkinu sé tryggður grundvöllur til heimilisstofnunar og að námslán fái leiðréttingu í samræði við aðrar skuldaleiðréttingar. Viljum við afnema verðtryggingu og keyra niður okurvexti þannig að þeir verði ekki hærri en best þekkist í löndum í kringum okkur og gerir það þá ungu fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði og hafa þá líka efni á að fæða og klæða börnin sín og geta leyft börnum sínum að stunda íþróttir og aðrar tómstundir. Og vonandi minnkar þá fólksflutningur úr landi svo um munar. Fiskveiðistjórnarkerfið verði endurskoðað og það tryggt að fullt verð fáist fyrir aðgang að auðlindinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá vona ég að þið kjósið okkur svo við getum breytt sem mestu til batnaðar.

Heiða Rós Hauksdóttir, 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi