Íþróttamál til framtíðar!
Gísli Jónatan Pálsson, skipar 5. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Elvar Þór Þorleifsson, skipar 6. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Hvernig eigum við að haga stefnumótun okkar og framtíðarsýn? Verðum við ekki fyrst og fremst að skapa festu og fagleg vinnubrögð við áætlanagerð sveitarfélagsins. Þannig náum við fram betri nýting á fjármunum og sem skynsamlegustu uppbyggingu á innviðum og þjónustu.
Við í Suðurnesjabæ verðum að ná saman um félags- og umhverfisleg tengsl á milli byggðakjarnanna, hvernig þau eigi að þróast. Við verðum ekki síst að ná saman um fjárhagslegar áherslur í því sambandi.
Hvar sjáum við uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir okkur? Við stöndum á tímamótum hvað varðar mótun á okkar ört stækkandi bæjarfélagi. Við í Framsókn viljum að teknar verið ákvarðanir vegna þessa með hag allra bæjarbúa til hliðsjónar.
Við teljum að hugsun um fjölnota íþróttahús í Suðurnesjabæ vera afskaplega rómantíska en jafnframt verðum við sjá fyrir okkur hvort við eigum raunverulegt bolmagn til að reisa og reka slíkt hús.
Það er klárt mál að börnin okkar í sameiginlegu liði Reynis/Víðis eru að dragast aftur úr. Við missum unga iðkendur yfir í önnur bæjarfélög.
Gervigrasvöllur í Garði eða Sandgerði er nú í valkostagreiningu. Það mun fara fram samanburður á þeim kostum, m.a. er varðar útfærslu, áætlaðan stofnkostnað og annað sem þarf að liggja fyrir við samanburð allra kosta, s.s. greining á rekstrarkostnaði.
Við í Framsókn viljum taka samtalið við íbúa og atvinnulíf um samstarf við uppbyggingu eftirsóknarverðar aðstöðu og komast að niðurstöðu með samvinnu. Fjöldi fólks hefur flutt sig frá höfuðborgarsvæðinu í rólegra og fjölskylduvænna sveitarfélag, Suðurnesjabæ og fögnum við nýjum íbúum. Við viljum tryggja þátttöku allra til samtals. Núna er tækifærið til þess!