Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Íslandsmeistaramót skáta í keilu
Fimmtudagur 27. október 2005 kl. 11:33

Íslandsmeistaramót skáta í keilu

Nú er komið að hinu árlega Íslandsmeistaramóti skáta í KEILU, en þetta mun vera í 17. skipti sem skátafélagið Garðbúar standa fyrir slíku móti. Mikill áhugi virðist vera fyrir þátttöku líkt og fyrr og eru liðin því hvött til að skrá sig sem fyrst, því fyrstir skrá fyrstir komast að!
Mótið verður haldið skv. áætlun sunnudaginn 6. nóvember n.k. og verður með hefðbundnum hætti.
Keppt er í liðum og eru fjórir í liði. Hvert lið leikur tvær umferðir.
Keppt er í þremur flokkum:
Ylfingar (8-11 ára) Mæting kl. 9
Skátar (12-14 ára) Mæting kl. 9
DS og eldri (15+) Mæting kl. 11

Verðlaun
Verðlaunaafhending er kl. 13 og líkur þessu um 13.30-14.00
Veitt verða verðlaun fyrir liðin sem lenda í 1. og 2. sæti í hverjum flokki.
Sérverðlaun eru fyrir hæsta skorið (einstaklings)
Sérviðurkenning fyrir skemmtilegustu umgjörðina (búningar, hróp, stíll ofl skátalegt)
Keppt er í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og er verð á mann er kr. 1.300.-
Skráning þarf að berast á netfangið: [email protected] í síðasta lagi fimmtudaginn 3. nóv. Frekari upplýsingar má fá í símum 893-5469, 568-5469, 896-0889. Mótsstjóri verður líkt og síðast hinn mikli skátavíkingur og Garðbúavinur Sigurður Már. Veitingar má kaupa á staðnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024