Ísland í NATO - Herinn flýgur burt
Það voru söguleg tíðindi sem spurðust út síðdegis í gær, þegar tjáð var að Bandaríkjamenn ætli að hverfa á brott með flugför sín af landinu.
Þetta verður sögulegur dagur. Fimmtándi mars árið 2006. Þennan sama dag vinnur stjórnarandstaðan frækilegan sigur á stjórnarliðum í vatnsmálinu, og sýknudómur er kveðinn upp í Baugsmálinu.
Fréttirnar um að Bandaríkjaher sé nú að fara, koma hins vegar ekki á óvart. Það svíður að hafa horft upp á hvernig ríkisstjórnin hefur látið Kanann draga sig árum saman á asnaeyrum í þessu máli, og lítið sem ekkert gert þegar öllum átti að vera ljóst hvert stefndi með veru Bandaríkjamanna hér. Vont hefur líka verið að fylgjast með hvernig ríkisstjórnin hefur reynt að blekkja þjóðina um raunverulega stöð, allar götur síðan hún þagði um gang mála rétt fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2003.
Á sama tíma er ekki að sjá en að ríkisstjórnin hafi ekki gert mikið til að undirbúa þann veruleika sem við stöndum nú frammi fyrir.
Strax nokkrum vikum eftir að ég varð alþingismaður, sumarið 2003, benti ég á þörfina á að við yrðum að fara að hugsa varnarmálin upp á nýtt. Hætta að elta Bandaríkjamenn og snúa okkur að könnunarviðræðum við Evrópuþjóðir NATO.
Lesa má um það á þessari vefslóð: http://www.xf.is/index.php?meira=1295
Síðan vil ég minna á þessa ræðu sem ég flutti í þinginu um utanríkismál í apríl 2004: http://www.xf.is/index.php?meira=761
Nú er komið á daginn að ábendingar mínar voru réttmætar, en dýrmætur tími farinn í súginn vegna þess að ráðamenn voru ekki færir um að sýna sjálfstæði og takast á við vandann á réttum forsendum.
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður og alþingismaður Frjálslynda flokksins
Þetta verður sögulegur dagur. Fimmtándi mars árið 2006. Þennan sama dag vinnur stjórnarandstaðan frækilegan sigur á stjórnarliðum í vatnsmálinu, og sýknudómur er kveðinn upp í Baugsmálinu.
Fréttirnar um að Bandaríkjaher sé nú að fara, koma hins vegar ekki á óvart. Það svíður að hafa horft upp á hvernig ríkisstjórnin hefur látið Kanann draga sig árum saman á asnaeyrum í þessu máli, og lítið sem ekkert gert þegar öllum átti að vera ljóst hvert stefndi með veru Bandaríkjamanna hér. Vont hefur líka verið að fylgjast með hvernig ríkisstjórnin hefur reynt að blekkja þjóðina um raunverulega stöð, allar götur síðan hún þagði um gang mála rétt fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2003.
Á sama tíma er ekki að sjá en að ríkisstjórnin hafi ekki gert mikið til að undirbúa þann veruleika sem við stöndum nú frammi fyrir.
Strax nokkrum vikum eftir að ég varð alþingismaður, sumarið 2003, benti ég á þörfina á að við yrðum að fara að hugsa varnarmálin upp á nýtt. Hætta að elta Bandaríkjamenn og snúa okkur að könnunarviðræðum við Evrópuþjóðir NATO.
Lesa má um það á þessari vefslóð: http://www.xf.is/index.php?meira=1295
Síðan vil ég minna á þessa ræðu sem ég flutti í þinginu um utanríkismál í apríl 2004: http://www.xf.is/index.php?meira=761
Nú er komið á daginn að ábendingar mínar voru réttmætar, en dýrmætur tími farinn í súginn vegna þess að ráðamenn voru ekki færir um að sýna sjálfstæði og takast á við vandann á réttum forsendum.
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður og alþingismaður Frjálslynda flokksins