Innanlandsflugið velkomið
Að undanförnu hefur skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar kynnt framtíðarsýn um Reykjavíkurflugvöll. Niðurstaðan er skýr: Að minnsta kosti önnur flugbrautin verður að víkja. Flugmálayfirvöld segja að með þessu verði Reykjavíkurflugvöllur í raun lagður niður. Í umræðunni sem fram fór eftir að niðurstaða kosningar Reykvíkinga um flugvöllinn lá fyrir, kom skýrt fram hjá samgönguráðherra að Keflavíkurflugvöllur væri eini raunhæfi kosturinn ef Reykjavíkurflugvöllur þyrfti að víkja. Þetta segir Steinþór Jónsson í grein til Víkurfrétta.Við sem förum með málefni Reykjanesbæjar tókum þá ákvörðun að reyna að hafa ekki áhrif á Reykvíkinga með okkar rökum. En í ljósi niðurstöðunnar segjum við einfaldlega: Velkomin til Keflavíkur!
Í ljósi ákvörðunar um að flytja völlinn úr Vatnsmýrinni eru kostir Keflavíkurflugvallar margir og ótvíræðir:
1. Það er fjárhagslegur ávinningur að ná betri nýtingu á besta flugvelli landsins með því að tengja innanlands- og utanlandsflugið á einn stað. Sparast þar stórar fjárhæðir árlega á hinum ýmsum þáttum enda er slík tenging mjög algeng á helstu flugvöllum erlendis.
2. Miðborg Reykjavíkur er í um 40 kílómetar fjarlægð en útjaðar höfuðborgarsvæðisins aðeins í 24 kílómetra fjarlægð sem svarar um 16 mínútna akstri á löglegum hraða á tvöfaldri Reykjanesbraut. Keflavíkurflugvöllur er strax orðinn betri kostur fyrir íbúa jaðarhverfa höfuðborgarsvæðisins en þung borgarumferðin.
3. Landsbyggðarfólki og erlendum gestum er boðin bein tenging með flugi á alþjóðlegan flugvöll sem styttir ferðatíma þeirra mikið. Á þetta bæði við þegar fljúga skal erlendis og þegar heim er komið. Má hér t.d. vitna til umsagnar hótelstjóra út á landi sem sagði flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur grundvöllinn af góðri afkomu ferðaþjónustu á landsbyggðinni í framtíðinni.
4. Flutningur til Keflavíkur styður byggðarstefnu ríkisstjórnarinnar.
5. Veðurfarslega er Keflavíkurflugvöllur besti kosturinn á Íslandi enda er völlurinn nær ávallt opinn.
6. Nægt landrými er á Keflavíkurflugvelli til framtíðarskipulags.
7. Góð aðstaða er fyrir sjúkraflug og aðgangur af þyrlum og annari aðstöðu hersins auk þess sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alla sína aðstöðu er örstutt frá flugvellinum. Þar er meðal annars að finna eina bestu fæðingardeild landsins og öflug sérfræðiþjónusta er að byggjast upp.
Hér er aðeins stiklað á stóru enda fjölmörg önnur atriði sem benda mætti á. Ég sé t.d. fyrir mér að “Samgöngumiðstöð Íslands” fyrir flug, sérleyfisbifreiðir og fleira verði staðsett við Keflavíkurflugvöll enda tenging við höfuðborg og landsbyggð tryggð með tvöfaldri Reykjanesbraut og Suðurstrandavegi.
Við sem næst búum, íbúar Reykjanesbæjar, verðum tilbúin með þá þjónustu sem innanlandsflugið kallar eftir. Þar er bær með bjarta framtíð.
Steinþór Jónsson,
Höfundur er hótelstjóri og skipar 4.sæti á D-lista
sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.
Í ljósi ákvörðunar um að flytja völlinn úr Vatnsmýrinni eru kostir Keflavíkurflugvallar margir og ótvíræðir:
1. Það er fjárhagslegur ávinningur að ná betri nýtingu á besta flugvelli landsins með því að tengja innanlands- og utanlandsflugið á einn stað. Sparast þar stórar fjárhæðir árlega á hinum ýmsum þáttum enda er slík tenging mjög algeng á helstu flugvöllum erlendis.
2. Miðborg Reykjavíkur er í um 40 kílómetar fjarlægð en útjaðar höfuðborgarsvæðisins aðeins í 24 kílómetra fjarlægð sem svarar um 16 mínútna akstri á löglegum hraða á tvöfaldri Reykjanesbraut. Keflavíkurflugvöllur er strax orðinn betri kostur fyrir íbúa jaðarhverfa höfuðborgarsvæðisins en þung borgarumferðin.
3. Landsbyggðarfólki og erlendum gestum er boðin bein tenging með flugi á alþjóðlegan flugvöll sem styttir ferðatíma þeirra mikið. Á þetta bæði við þegar fljúga skal erlendis og þegar heim er komið. Má hér t.d. vitna til umsagnar hótelstjóra út á landi sem sagði flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur grundvöllinn af góðri afkomu ferðaþjónustu á landsbyggðinni í framtíðinni.
4. Flutningur til Keflavíkur styður byggðarstefnu ríkisstjórnarinnar.
5. Veðurfarslega er Keflavíkurflugvöllur besti kosturinn á Íslandi enda er völlurinn nær ávallt opinn.
6. Nægt landrými er á Keflavíkurflugvelli til framtíðarskipulags.
7. Góð aðstaða er fyrir sjúkraflug og aðgangur af þyrlum og annari aðstöðu hersins auk þess sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alla sína aðstöðu er örstutt frá flugvellinum. Þar er meðal annars að finna eina bestu fæðingardeild landsins og öflug sérfræðiþjónusta er að byggjast upp.
Hér er aðeins stiklað á stóru enda fjölmörg önnur atriði sem benda mætti á. Ég sé t.d. fyrir mér að “Samgöngumiðstöð Íslands” fyrir flug, sérleyfisbifreiðir og fleira verði staðsett við Keflavíkurflugvöll enda tenging við höfuðborg og landsbyggð tryggð með tvöfaldri Reykjanesbraut og Suðurstrandavegi.
Við sem næst búum, íbúar Reykjanesbæjar, verðum tilbúin með þá þjónustu sem innanlandsflugið kallar eftir. Þar er bær með bjarta framtíð.
Steinþór Jónsson,
Höfundur er hótelstjóri og skipar 4.sæti á D-lista
sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.