Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Indverskur jógameistari á Suðurnesjum
Mánudagur 13. september 2010 kl. 09:36

Indverskur jógameistari á Suðurnesjum

Einstakt tækifæri býðst í heilan mánuð frá 20. september, þegar Sajee jógameistari frá Indlandi heiðrar Íslendinga með nærveru sinni og kennslu.
Sajee kom hingað í maí og er nú á leiðinni hingað aftur í annað stutt stopp. Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla jógaunnendur og þá sem áhuga hafa á að kynna sér jóga til að stunda hressandi, styrkjandi, slakandi og endurnærandi æfingar undir handleiðslu einstaks meistara.

Sajee rekur jógaskóla (www.santhiyoga.in) í Kerala á Indlandi. Hann hefur ástundað jóga í 20 ár og er eftirsóttur jógameistari í heimabæ sínum. Jógaiðkendur og kennarar frá öllum heimshornum hafa notið leiðsagnar hans og þjálfunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef þú vilt vita meira um námskeið með Sajee hér á Suðurnesjum, þá hafðu samband við Dagnýju Öldu Steinsdóttur í gsm. 662 0463.