Í þágu allra bæjarbúa!
Að undanförnu höfum við frambjóðendur D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fylgt eftir stefnuskrá okkar með fundum á vinnustöðum, í íbúahverfum og á heimilum. Við erum þakklát fyrir afar góðar móttökur. Á þessum fundum hef ég fundið að af mörgum áhugaverðum verkefnum sem stefnuskráin tekur á, er greinilegt að þrír stórir málaflokkar eru ofarlega í huga bæjarbúa. Það eru atvinnumál, umhverfismál og menntamál. Öll eru þau fléttuð inn í áherslu okkar á fjölskyldumál og forvarnir.Í atvinnumálum leggjum við sjálfstæðismenn áherslu á að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að við getum bætt lífskjör íbúanna, fjölgað íbúum og aukið tekjur bæjarins. Um leið og við stöndum þétt að baki nýrri stálpípuverksmiðju í Helguvík, leggjum við áherslu á tækifæri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Við stöndum þétt að baki Hitaveitu Suðurnesja, en ekki síður starfsemi Varnarliðsins og Keflavíkurflugvallar. Við munum hvergi gefa eftir í baráttu fyrir að þessir vinnustaðir, meðal annarra, verði áfram mikilvæg stoð í atvinnulífi okkar og séu forsenda fyrir aukin tækifæri í iðnmenntun og menntun á háskólastigi í Reykjanesbæ. Þannig fléttast menntamálin inn í atvinnumál. Það er sérstaða okkar í atvinnumálum, tengd Hitaveitu Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem gefur okkur öflugustu færin í háskólamenntun.
Á yngri enda menntastigans leggjum við áherslu á vel skipulagðan heilsdagsskóla, þar sem m.a. gæti boðist ýmis listastarfsemi, tómstundir, aðstoð við heimanám og íþróttir að loknum hefðbundnum skóladegi. Markmiðið er að börnin búi við holla iðkun og öryggi að deginum og hafi lokið starfsdegi sínum um svipað leyti og hefðbundnum vinnudegi okkar foreldra lýkur.
Í umhverfismálum höfum við kynnt hugmynd að nýrri aðkomu að bænum okkar, yfir Njarðvíkina við Fitjar. Þetta er verkefni sem unnið yrði í samvinnu við Vegagerð ríkisins, en vegurinn er jafnframt mikilvæg vörn fyrir Fitjarnar. Við leggjum áherslu á að ljúka frágangi í eldri hverfum, bæði tengt umferðaröryggi barna okkar, gangstígum, leiksvæðum og görðum. Þar skulu allir sitja við sama borð, hvort sem þeir búa í Keflavík, Höfnum, Ytri- eða Innri Njarðvík.
Ég er fyllilega reiðubúinn að starfa í þágu allra bæjarbúa sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ég er reiðubúinn að fylgja eftir þeim stefnumálum sem ég hef kynnt og gefið út sem efsti maður á D-lista sjálfstæðismanna. Ég er reiðubúinn að færa þessi verkefni í dóm ykkar kjósenda að fjórum árum liðnum, fái ég stuðning ykkar til þess næstkomandi laugardag.
Reykjanesbær er bær með bjarta framtíð!
Árni Sigfússon
bæjarstjóraefni D-lista sjálfstæðismanna
Á yngri enda menntastigans leggjum við áherslu á vel skipulagðan heilsdagsskóla, þar sem m.a. gæti boðist ýmis listastarfsemi, tómstundir, aðstoð við heimanám og íþróttir að loknum hefðbundnum skóladegi. Markmiðið er að börnin búi við holla iðkun og öryggi að deginum og hafi lokið starfsdegi sínum um svipað leyti og hefðbundnum vinnudegi okkar foreldra lýkur.
Í umhverfismálum höfum við kynnt hugmynd að nýrri aðkomu að bænum okkar, yfir Njarðvíkina við Fitjar. Þetta er verkefni sem unnið yrði í samvinnu við Vegagerð ríkisins, en vegurinn er jafnframt mikilvæg vörn fyrir Fitjarnar. Við leggjum áherslu á að ljúka frágangi í eldri hverfum, bæði tengt umferðaröryggi barna okkar, gangstígum, leiksvæðum og görðum. Þar skulu allir sitja við sama borð, hvort sem þeir búa í Keflavík, Höfnum, Ytri- eða Innri Njarðvík.
Ég er fyllilega reiðubúinn að starfa í þágu allra bæjarbúa sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ég er reiðubúinn að fylgja eftir þeim stefnumálum sem ég hef kynnt og gefið út sem efsti maður á D-lista sjálfstæðismanna. Ég er reiðubúinn að færa þessi verkefni í dóm ykkar kjósenda að fjórum árum liðnum, fái ég stuðning ykkar til þess næstkomandi laugardag.
Reykjanesbær er bær með bjarta framtíð!
Árni Sigfússon
bæjarstjóraefni D-lista sjálfstæðismanna