Í sátt og samlyndi
Yfirskrift æskulýðsdagsins í ár er: Í sátt og samlyndi. Við erum minnt á að taka tillit til annarra bæði heima og heiman, virða rétt annarra, bera virðingu fyrir öðru fólki.
„Maður er manns gaman“ og samfélag okkar byggist á mannlegum samskiptum. Allir menn eru elskuð Guðs börn og kristilegt mat á öðrum er reist á þeirri trú. Þess vegna eigum við að bera virðingu fyrir öllum hvort sem þeir eru ungir eða aldnir, innlendir eða útlendir, hraustir eða sjúkir, hvítir eða svartir, múhameðstrúar eða kaþólskir, heiðvirtir eða fangelsaðir. Okkur er ætlað að virða margbreytileika mannlífsins.
Engir tveir einstaklingar eru eins. Þroski okkar er mismunandi bæði líkamlega, félagslega, tilfinningalega, vistmunalega og sálarlega. Við höfum alist upp við ólíkar aðstæður á mismunandi tímum. Við höfum ólíkar skoðanir og álit en trúum því að allir hafi möguleika til þess að þroskast, öðlast þekkingu og reynslu, breytast til hins betra og vera þannig hæfari til að umgangast hvert annað, hjálpa hvert öðru, treysta bönd vináttunnar og lifa saman í sátt og samlyndi.
Við minnum á æsklýðs- og fjölskylduguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju kl. 11 og vekjum sérstaka athygli á því að nemar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar munu leika við athöfnina. Trompetkvintett leikur tvö lög. Kvintettinn skipa Arnar Steinn Elísson, Anna Andrésdóttir, Júlíus Friðrik Pétursson, Sveinn Enok Jóhannsson og Árný Ösp Arnardóttir. Vaka Hafþórsdóttir leikur einleik á píanó, lagið „Til Elísu“. Þverflautudúett, sem er skipaður Helgu Rún Hjartardóttur og Berglindi Ýr Kjartansdóttur leikur fjögur lög og Gísli Örn Gíslason leikur á harmonikku.
Við hvetjum alla aldurshópa að koma saman í sátt og samlyndi á æskulýðsdaginn.
Prestarnir
„Maður er manns gaman“ og samfélag okkar byggist á mannlegum samskiptum. Allir menn eru elskuð Guðs börn og kristilegt mat á öðrum er reist á þeirri trú. Þess vegna eigum við að bera virðingu fyrir öllum hvort sem þeir eru ungir eða aldnir, innlendir eða útlendir, hraustir eða sjúkir, hvítir eða svartir, múhameðstrúar eða kaþólskir, heiðvirtir eða fangelsaðir. Okkur er ætlað að virða margbreytileika mannlífsins.
Engir tveir einstaklingar eru eins. Þroski okkar er mismunandi bæði líkamlega, félagslega, tilfinningalega, vistmunalega og sálarlega. Við höfum alist upp við ólíkar aðstæður á mismunandi tímum. Við höfum ólíkar skoðanir og álit en trúum því að allir hafi möguleika til þess að þroskast, öðlast þekkingu og reynslu, breytast til hins betra og vera þannig hæfari til að umgangast hvert annað, hjálpa hvert öðru, treysta bönd vináttunnar og lifa saman í sátt og samlyndi.
Við minnum á æsklýðs- og fjölskylduguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju kl. 11 og vekjum sérstaka athygli á því að nemar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar munu leika við athöfnina. Trompetkvintett leikur tvö lög. Kvintettinn skipa Arnar Steinn Elísson, Anna Andrésdóttir, Júlíus Friðrik Pétursson, Sveinn Enok Jóhannsson og Árný Ösp Arnardóttir. Vaka Hafþórsdóttir leikur einleik á píanó, lagið „Til Elísu“. Þverflautudúett, sem er skipaður Helgu Rún Hjartardóttur og Berglindi Ýr Kjartansdóttur leikur fjögur lög og Gísli Örn Gíslason leikur á harmonikku.
Við hvetjum alla aldurshópa að koma saman í sátt og samlyndi á æskulýðsdaginn.
Prestarnir