Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Í ljósi umræðunnar
Fimmtudagur 23. september 2010 kl. 15:29

Í ljósi umræðunnar

Í ljósi umræðunnar um skuldastöðu Reykjanesbæjar finnst okkur rétt að leggja eitthvað til málanna, enda fæddir og uppaldir í okkar ástsælu Keflavík. Staðan virðist vera orðin nokkuð vonlaus og angistarhróp íbúa og stjórnenda bæjarins benda vart til annars en að voðinn sé vís og vonleysið algjört.
Við tökum ekki þátt í svona neikvæðni og viljum benda á lausn sem okkur finnst reyndar stórkostlega furðulegt að hafi ekki verið borin upp fyrr, ef hafðir eru í huga viðskiptahættir liðinna ára. Þegar skuldir sliga fyrirtæki og ekki eru lengur til peningar fyrir útgjöldum er augljósa leiðin að skipta bara um kennitölu og láta skuldirnar sökkva með gamla draslinu. Hvers vegna ætti Reykjanesbær ekki að geta leikið sama leik?


Okkar tillaga er eftirfarandi: Hafnir verða aftur gerðar að sérstöku bæjarfélagi og halda eftir kennitölu Reykjanesbæjar. Skuldir Reykjanesbæjar verða þannig eftir í hinu endurreista bæjarfélagi en Reykjanesbær fær brakandi nýja kennitölu. Íbúar Hafna, sem eru eitthvað um hundraðið, verða svo fluttir í auðar íbúðir í Innri-Njarðvík og lánadrottnar Reykjanesbæjar verða að gera sér að góðu eyðibyggðina sem eftir situr. Einfalt!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Virðingarfyllst,
Styrmir Barkarson og Hilmar Kristinsson