Í leikskóla er gaman
Á bæjarstjórnarfundi í Sandgerði miðvikudaginn 1.nóvember 2006 eru leikskólamál á dagskrá. Fyrir þeim fundi liggja tvær tillögur sem snúa að framtíðaruppbyggingu leikskólamannvirkja í Sandgerði. Tillaga meirihluta D-lista og K-lista gerir ráð fyrir að Sandgerðisbær kaupi upp íbúðarhúsnæði við Sólheima 1 og 3, breyti því í húsnæði sem henti fyrir starfsemi leikskóla og tengi það við starfsemi Leikskólans Sólborgar. S-listi Samfylkingar og óháðra og B-listi Framsóknarmanna leggur hins vegar fram sameiginlega tillögu um að ráðist verði í byggingu nýs leikskóla og þannig horft til framtíðaruppbyggingar í Sandgerði.
Það eru margir gallar á tillögu meirihlutans. Hugmyndir um uppkaup eigna við Sólheima með það í huga að nýta þau undir starfsemi leikskóla geta ekki talist lausn til framtíðar. Í tillögum meirihlutans er gert ráð fyrir að það kosti bæjarsjóð 40 milljónir króna að kaupa upp og breyta eignunum við Sólheima 1 og 3. Fulltrúar S-lista og B-lista þykir nokkuð naumt skammtað til breytinga, sérstaklega í ljósi þess að óvíst er um hentugleika íbúðarhúsnæðis undir starfsemi leikskóla. Benda verður á að aðkoma vegfarenda að Sólheimum er þröng og lítið rými til að auka við útileiksvæði. Þá er ekki hjá því komist að minnast á að Sandgerði má illa við því að íbúðum sem ungt fólk getur leigt eða keypt fækki, en það gerist með uppkaupum Sandgerðisbæjar á íbúðarhúsnæði við Sólheima.
Nú í haust var tekið í notkun bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskólastarfsemi að Skólastræti 1. Það húsnæði leysir til skamms tíma þann húsnæðisvanda sem leikskólastarf í Sandgerði var komið í, a.m.k. á meðan framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs leikskóla standa yfir. Þann 17.10.2006 voru 15 börn á biðlista eftir skólavist og þar af 10 sem komast fyrst á leikskólaaldur frá júní 2007. Rúmlega 20 börn ljúka leikskólagöngu sumarið 2007 og ljóst að ekki er fyrirsjáanlegur húsnæðisvandi vegna leikskólastarfsemi á næsta ári. Það er því óþarfi að grípa til frekari bráðabirgðaúrlausna í leikskólamálum en nú þegar hefur verið gert.
Réttara er að hefja undirbúningsvinnu við að reisa nýjan leikskóla á nýjum stað sem býður upp á stækkun í framtíðinni og tekur mið af þróun byggðar í Sandgerði. Á þann máta gefst að auki tækifæri til að bjóða upp á fjölbreyttara leiksskólastarf, þar sem styðjast má við fleiri kennslufræðilegar kenningar í starfinu. Það er því vonandi að skynsemin ráði ríkjum við borð bæjarstjórnarinnar í Sandgerði og ráðist verði í framkvæmdir sem þjóna munu Sandgerðingum til framtíðar, en ekki gripið til skammtímareddinga.
Ólafur Þór Ólafsson
bæjarfulltrúi S-lista Samfylkingar og óháðra í Sandgerði
Það eru margir gallar á tillögu meirihlutans. Hugmyndir um uppkaup eigna við Sólheima með það í huga að nýta þau undir starfsemi leikskóla geta ekki talist lausn til framtíðar. Í tillögum meirihlutans er gert ráð fyrir að það kosti bæjarsjóð 40 milljónir króna að kaupa upp og breyta eignunum við Sólheima 1 og 3. Fulltrúar S-lista og B-lista þykir nokkuð naumt skammtað til breytinga, sérstaklega í ljósi þess að óvíst er um hentugleika íbúðarhúsnæðis undir starfsemi leikskóla. Benda verður á að aðkoma vegfarenda að Sólheimum er þröng og lítið rými til að auka við útileiksvæði. Þá er ekki hjá því komist að minnast á að Sandgerði má illa við því að íbúðum sem ungt fólk getur leigt eða keypt fækki, en það gerist með uppkaupum Sandgerðisbæjar á íbúðarhúsnæði við Sólheima.
Nú í haust var tekið í notkun bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskólastarfsemi að Skólastræti 1. Það húsnæði leysir til skamms tíma þann húsnæðisvanda sem leikskólastarf í Sandgerði var komið í, a.m.k. á meðan framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs leikskóla standa yfir. Þann 17.10.2006 voru 15 börn á biðlista eftir skólavist og þar af 10 sem komast fyrst á leikskólaaldur frá júní 2007. Rúmlega 20 börn ljúka leikskólagöngu sumarið 2007 og ljóst að ekki er fyrirsjáanlegur húsnæðisvandi vegna leikskólastarfsemi á næsta ári. Það er því óþarfi að grípa til frekari bráðabirgðaúrlausna í leikskólamálum en nú þegar hefur verið gert.
Réttara er að hefja undirbúningsvinnu við að reisa nýjan leikskóla á nýjum stað sem býður upp á stækkun í framtíðinni og tekur mið af þróun byggðar í Sandgerði. Á þann máta gefst að auki tækifæri til að bjóða upp á fjölbreyttara leiksskólastarf, þar sem styðjast má við fleiri kennslufræðilegar kenningar í starfinu. Það er því vonandi að skynsemin ráði ríkjum við borð bæjarstjórnarinnar í Sandgerði og ráðist verði í framkvæmdir sem þjóna munu Sandgerðingum til framtíðar, en ekki gripið til skammtímareddinga.
Ólafur Þór Ólafsson
bæjarfulltrúi S-lista Samfylkingar og óháðra í Sandgerði